Þessar einföldu poppkökur vekja upp nostalgíuna hjá þeim sem muna eftir Pops súkkulaðinu hér í denn.
Þegar ég var krakki og unglingur fannst mér alveg ótrúlega gott að fá Pops súkkulaði – og tilhugsunin ein vekur upp ljúfar minningar um kvöldferðir í hverfissjoppuna.
Einmitt þess vegna finnst mér þessi ofureinfalda uppskrift hér algjör snilld. Það þarf nefnilega ekki alltaf að flækja hlutina!
Það sem þarf
200 gr dökkt súkkulaði
20 gr poppkorn
karamellusósa ef vill
Aðferð
Bræðið súkkulaðið í skál yfir vatnsbaði.
Þegar súkkulaðið er bráðið takið þá skálina úr vatninu og bætið poppkorninu saman við.
Blandið vel saman og þekjið poppkornið alveg með súkkulaðinu.
Takið þá stóra örk af smjörpappír og leggið á borðlötu.
Setjið súkkulaðiblönduna á pappírinn.
Leggið aðra örk af pappír yfir blönduna og notið síðan hendurnar til að þrýsta blöndunni niður og jafna út.
Setjið inn í ísskáp í 30 til 60 mínútur.
Takið út og skerið í hæfilega bita.
Dreifið karamellusósu yfir ef vill (mér finnst það ekki nauðsynlegt).
Njótið!
Sjáðu enn betur hér hvernig þetta er gert
Jóna Ó. Péturs – kokteillinn@gmail.com