Hér er einstaklega fljótleg og auðveld uppskrift að pylsumúffum.
Já þetta eru múffur með pylsum – og þær eru alveg ótrúleg „djúsí“.
Þetta er réttur sem er til dæmis frábær með sjónvarpinu um helgar, fyrir krakkana til að grípa í, til að seðja sárasta hungrið eða í afmælilsboðið, svo fátt eitt sé nefnt.
Svo má líka frysta hluta af múffunum til að njóta seinna.
Þessar slá heldur betur í gegn!
Það sem þarf
200 gr pylsur
2, 5 dl vatn
12, 5 gr ger
1 msk ólífuolía
1 tsk salt
275 gr hveiti
150 gr rifinn ostur
Aðferð
Hitið ofn að 200 gráðum.
Skerið pylsurnar í bita og leggið til hliðar.
Setjið vatn í skál.
Bætið gerinu út í vatnið, einnig olíunni og saltinu. Hrærið saman.
Láti þá hveitið og ostinn út í skálina. Hrærið allt saman.
Takið þá pylsurnar og blandið þeim saman við deigið.
Smyrjið 12 múffuform með olíu og skiptið deiginu á milli formanna.
Setjið inn í ofn og bakið í 10 mínútur.
Gott er að njóta þeirra með tómatsósu og góðu sinnepi.
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert