Þetta myndband með ábreiðu af hinu vinsæla lagi Michael Jackson Heal The World er algjör snilld enda hefur það farið sigurför um netheima undanfarið.
Myndbandið var gert til heiðurs poppkónginum í tilefni af fæðingardegi hans þann 29. ágúst síðast liðinn. En það var dúettinn Maati Baani sem fékk 45 unga listamenn hvaðanæva að úr heiminum til að taka þátt.
Börnin koma meðal annars frá Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi, Indlandi, Japan og Suður-Afríku.
Og útkoman er alveg meiriháttar!