Þessi „dúkka“ mætti nýlega í prufur í nýjustu þáttaröð X Factor í Bretlandi. En söngkonan telur sig vera lifandi dúkku og gefur þar af leiðandi ekki upp aldur sinn því dúkkur hafa auðvitað engan aldur.
Dómararnir stóðu gjörsamlega á gati þegar hún mætti og Simon Cowell sagði hana vera kolklikkaða, „nei þú ert ekki dúkka – og þetta er fáránlegt“ sagði hann þegar hún tjáði þeim að hún væri lifandi dúkka.
En Sada Vidoo, eins og hún heitir, getur svo sannarlega sungið og kom því dómurunum á óvart. Og að prufunni lokinni sagði Simon hana vera stórkostlega klikkaða og þau fíluðu það, og þetta væri prufa sem hann myndi svo sannarlega muna eftir.
Breskir fjölmiðlar fóru að stúfana til að finna út hver Sada Vidoo er og í ljós kom að hún er þekkt söngkona og lagahöfundur í Danmörku. En þar fæddist hún og og ólst upp.
Þetta myndband er ótrúlega skemmtilegt.