Ananas er stútfullur af góðum næringarefnum og þá meinum við STÚTFULLUR.
Í honum er að finna eina bestu uppsprettu C-vítamíns og fullnægir til dæmis einn bolli af ananas dagsþörf líkamans á þessu mikilvæga vitamíni.
Þá inniheldur ananas líka meðal annars magnesíum og nokkur B-vítamín.
Ananas getur virkað eins og lyf
Ananas hjálpar til við að vinna gegn bólgum í líkamanum, hefur góð áhrif á eðlilegt blóðflæði og getur því komið í veg fyrir blóðtappa og hjartaáfall auk þess að hafa áhrif á og hindra vöxt ákveðinna æxla í líkamanum.
Enn einn kostur hans er að ananas inniheldur ensím, sem kallast bromelain, og hjálpar til við meltingu próteins í fæðunni.
Og svo er það líka einn hans helsti kostur hvað hann er frískandi og bragðgóður.
Hér eru nokkrar leiðir til að nota ananas sem lyf
Ananas lækkar blóðþrýsting
Hann inniheldur kalíum sem hefur áhrif á jafnvægi blóðþrýstings. Þegar ananans er blandað saman við fæðutegundir sem eru ríkar af nítrati (eins og t.d. rauðrófur) hjálpar það til við að halda blóðþrýstingi í skefjum.
Þessi drykkur hér að neðan er t.d. góður fyrir þá sem eru með háan blóðþrýsting.
Maukið eftirfarandi saman í blandara þar til blandan verður mjúk:
1 ½ bolli ananasbitar
½ bolli niðurskorin rauðrófa
½ bollli appelsínusafi
¼ bolli fersk sellerí lauf
1 bolli möndlumjólk
Drekkið þetta einu sinni til tvisvar á dag.
Ananas bætir meltinguna
Til að bæta meltinguna er gott að borða ferskan ananas á milli mála. En eins og kom fram hér á undan þá eru það ensímin í honum sem auðvelda meltingu próteinríkrar fæðu.
Ananasinn kemur í veg fyrir uppþembu, meltingartruflanir og óþægindi í maga – og veitir líkamanum trefjar sem hjálpa til við að hreinsa ristilinn.
Ananas dregur úr gigtarverkjum
Ensímið, bromelain, sem minnst var á hér á undan er kröftug bólugeyðandi efnablanda sem hjálpar til við að draga úr bólgum í liðum.
Ananas læknar hósta
Þegar hósti hrjáir þig ættirðu að prófa að skera niður ferskan ananas því rannsóknir sýna að hann hafi betri áhrif á hósta en hóstasaft úr apótekinu. Svo er það auðvitað svo miklu hollara og betra fyrir líkamann.
Svona gerirðu þetta
Taktu 2 bolla af ferskum niðurskornum ananas
1 matskeið af hunangi
1 matskeið af niðurrifnu engifer
Og safa úr sítrónu
Settu þetta allt í blandara og maukaðu þar til blandan er orðin mjúk.
Taktu svo eina teskeið af þessu 3 til 4 sinnum á dag.