Hin 29 ára gamla Saara ákvað að nú væri komið að því að fá hjálp við sönginn og framann og skellti sér til Bretlands í prufur í The X Factor UK.
Saara hefur tekið þátt í hæfileikakeppnum í Finnlandi en fannst tími til kominn að fá hjálp við að koma sér á framfæri – og toppurinn í hennar huga var að fá að syngja fyrir Simon Cowell.
Árið 2016 hafnaði Saara í öðru sæti í The Voice í Finnlandi, auk þess er hún rödd Elsu í Frozen á finnsku og hefur tekið þáttí Eurovision. Hún er því þrælvön að koma fram.
Saara sló í gegn í prufunni og dómararnir voru himinlifandi með hana og benti Simon á að svona ætti að gera þetta.