Fatamerkið Lane Bryant, sem framleiðir föt í stærri stærðum, var að setja þessa áhugaverðu auglýsingaherferð af stað. Auglýsingin sem öll er í svart/hvítu hefur vakið mikla athygli enda fyrirsæturnar að gera létt grín að engla auglýsingum Victorias Secret. Herferðin heitir I´m No Angel.
Markmiðið er að sýna að glæsilegar og kynþokkafullar konur eru af öllum stærðum og gerðum – og konur ættu ætíð að elska líkama sinn. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og hafa konur á öllum aldri tjáð sig um herferðina og tekið þátt í henni með því að senda sínar eigin myndir og lofa framtakið.