Margir gæta þess að fá nóg af D-vítamíni, kalki, járni og ýmsu öðru en við heyrum ekkert sérstaklega mikið talað um mikilvægi þess að fá kalíum.
En það ættum við hins vegar að skoða því kalíum er afar mikilvægt fyrir vöðva líkamans, hjartastarfsemi og alla taugastarfsemi.
Ef þú t.d. neytir mikils natríum er sérstaklega mikilvægt að gæta þess að fá nóg af kalíum.
En hvort líkamann vantar kalíum eða ekki getur verið erfitt fyrir okkur að greina.
Hér að neðan eru nokkur atriði sem geta bent til þess að þig vanti kalíum. Ef eitthvað af þessu hrjáir þig og þú veist ekki ástæðuna fyrir því er ekki vitlaust að láta lækni mæla magn kalíums í líkamanum.
Átta atriði sem geta bent til skorts á kalíum
1. Hár blóðþrýstingur
Of lítið kalíum í líkamanum getur leitt til þess að blóðþrýstingur hækkar.
2. Ofþreyta
Ef þú ert alltaf alveg búin/n á því ef þú tekur aðeins á gæti kalíumskorti verið um að kenna.
3. Eymsli í vöðvum
Ef þér er illt í vöðvum og færð krampa er ekkert ólíklegt að líkamann vanti kalíum.
4. Hjartsláttur
Ef þér finnst hjartsláttur stundum óreglulegur og fara jafnvel upp í hæstu hæðir eða sleppa úr takti gæti kalíumskortur verið að plaga þig.
5. Svimi og yfirlið
Ef kalíummagn líkamans hrynur getur hægst á hjartslættinum sem leiðir til þess að þig svimar svo mikið að þér finnst vera að líða yfir þig.
6. Dofi og náladofi
Kalíum skiptir taugastarfsemina miklu máli og ef vöntun er á því í líkamanum geturðu fundið fyrir dofa og náladofa.
7. Hægðatregða
Ýmsar ástæður geta legið að baki hægðatregðu og er skortur á kalíum þar á meðal. Lágt magn þess í líkamanum hægir á líkamsstarfseminni.
Þess vegna geta uppþemba, magakrampar og hægðatregað hrjáð þig ef skortur er á kalíum.
8. Pakkamatur
Ef fæða þín kemur aðallega úr pökkum og pokum má fastlega gera ráð fyrir því að kalíummagn líkamans sé lágt. En það stafar af því að slíkar vörur innihalda mikið natríum.
Það sem þú getur gert
Fæðutegundir eins og avókadó, melónur, bananar og hvítar baunar innihalda mikið kalíum svo það er vel þess virði að borða nóg af þeim.
Heimildir: health.com