Hún var búin að bíða í sex ár eftir því að fá hvolp og á hverjum einasta afmælisdegi vonaðist hún til þess að nú væri komið að því – því mamma og pabbi voru búin að lofa að það kæmi að því.
En þegar foreldrar hennar sóttu hana í sumarbúðir í lok júlí komu þeir henni heldur betur á óvart og hún réð ekkert við tárin.
Það var einmitt þessi ákveðna tegund af hundi sem hana hafði dreymt um. En þegar hún fékk hvolpinn í fangið bað hún foreldra sína samt um að segja sér að hana væri ekki dreyma.
Segið svo að það borgi sig ekki að vera þolinmóður 🙂
Yndislegt að sjá gleði hennar ♥