Lífið hófst ekki vel hjá þessum litla yndislega hundi sem fæddist án framfóta.
Hún heitir Daffodil og er af tegundinni Chihuahua – og var skilin eftir í kassa á götum San Francisco. Þar var hún pínulítil, alein og yfirgefin í kassanum og þótt svo að fólk kíkti í kassann til hennar þá gekk það hratt í burtu þegar það sá fæðingargalla hennar.
Þar til einn góður maður tók litla skinnið með sér heim. Hann áttaði sig þó fljótlega á því að Daffodil litla þurfti meiri hjálp en hann gat veitt henni og fór með hana til samtaka sem berjast gegn ofbeldi gagnvart dýrum og vinna í því að bjarga dýrunum, veita þeim skjól og finna þeim gott heimili.
Þar fékk hún frábæra hjálp eins og sjá má í myndbandinu og í kjölfarið var hún ætteidd af konu sem starfar hjá öðrum slíkum samtökum í Colorado er hjálpa veikum dýrum. Konan kolféll fyrir hinni yndislegu Daffodil, sem er sko ekkert skrýtið því hún er algjört yndi.
Allt er gott sem endar vel ♥