Við erum búin að fylgjast með hinni 14 ára gömlu Lauru frá því hún kom í prufur í America´s Got Talent og gerði allt vitlaust með flutningi sínum. Enda er ótrúlegt að þessi rödd komi úr þessum unga líkama.
Hér tekur hún lagið The Prayer sem söngvararnir Josh Groban og Andrea Bocelli hafa sungið.
Ekki eru þó allir á eitt sáttir um söng Lauru og segja hana skorta meiri tækni, túlkun og þroska.
En það verður gaman að sjá hversu langt hún kemst í þessari keppni því hún er nú þegar búin að vinna Rúmenía Got Talent á þessu ári.