Hún verður hundrað ára núna í ágúst og er elsti jógakennari í heimi. En jóga hefur verið stór hluti af hennar lífi allt frá því hún var átta ára gömul.
Gefur ekkert eftir í kennslunni
Hin næstum hundrað ára Tao Porchon-Lynch veitir fjölda fólks innblástur með lifnaðarháttum sínum og hún er metsöluhöfundur.
Hún heldur sér upptekinni og ungri með því að kenna fólki að beygja, fetta, bretta og teygja og slær ekkert af í því að sýna sjálf hvernig eigi að gera þetta allt saman. En hún hefur kennt jóga í 59 ár og ferðast enn á milli heimsálfa til að kenna.
Og eins og það hafi ekki verið nóg að kenna jóga á þessum aldri þá bætti hún samkvæmisdönsum við dagskrána þegar hún var 85 ára.
Þakkar jákvæðu viðhorfi
Tao hugsar vel um líkama og sál og borðar mikið grænmeti en ætíð lítið í einu og fær sér stöku sinnum vínglas og súkkulaði.
Hún segir að við getum það sem viljum gera í þessu lífi og ekkert sé ómögulegt – við þurfum aðeins að leita inn á við. Og hún telur jákvætt viðhorf sitt vera það sem heldur henni ungri. Ekki láta neikvæðar hugsanir taka yfir lífið og ekki einu sinni hleypa þeim að í huganum segir Tao.
Hvern einasta morgun þegar hún vaknar hugsar hún hvorki um fortíðina né framtíðina heldur aðeins það að þetta verði besti dagur lífsins. Algjörlega frábært viðhorf!
Sjáðu þessa spræku og flottu konu hér í myndbandinu