Áttu erfitt með að vakna á morgnana án þess að fá þinn kaffibolla?
En ertu kannski að leitast við að borða hollt og vilt því reyna að fá þér eitthvað næringarríkara en kaffi svona fyrst á morgnana?
Hér er komin snilldarlausn fyrir þig!
Prófaðu að útbúa þennan smoothie og taktu fyrsta kaffibolla dagsins alveg í nýjar hæðir. Því hér er uppskrift að drykk sem veitir þér bæði andoxunarefni, koffín og prótein. Þessi drykkur fyllir á tankinn fyrir daginn.
Það sem þarf
½ bolli sterkt, kalt kaffi
½ bollli jógúrt með kaffibragði
¼ bolli ísklakar
¼ bolli möndlumjólk
1 msk hörfræ
örlítill kanill (bæði til að setja út í drykkinn og til að skreyta)
Aðferð
Settu allt saman í blandara og hrærðu þar til blandan er orðin mjúk.
Helltu í glas sem þú ert búin að kæla.
Stráðu kanil yfir, njóttu og vaknaðu!
Uppskrift: health.com