Að þekkja á milli eftirfarandi einkenna gæti bjargað lífi þínu
Veikindi byrja oft afar sakleysislega; þrálátur hósti sem svo er lungnakrabbamein eftir allt saman, eða litli fæðingabletturinn sem reynist vera húðkrabbamein.
Ef þú hefur einhvern tímann haft áhyggjur af því að lítið einkenni eins og t.d bara flensa sé eitthvað meira þá er betra að láta athuga það en hundsa það.
Þú hugsar kannski: Hvaða einkenni eru þess virði að hafa áhyggur af og hvaða einkenni er hægt að hrista af sér með tímanum?
Ef þú tekur eftir einhverju sem er alls ekki eðlilegt að þínu mati, pantaðu þá tíma hjá lækni strax. Betra er að fá úr því skorið sem fyrst hvort um alvarleg veikindi er að ræða eða bara flensu.
Hér eru fjögur algeng einkenni sem vert er að veita athygli
Brjóstsviði
Hvað er í gangi: Sennilega bara venjulegur brjóstsviði.
Hvað gæti verið í gangi? Þú gætir verið að fá hjartaáfall. Bæði þessi einkenni lýsa sér eins, verkur í brjósti, stundum í kjálka og hálsi líka. Menn hafa tekið þessu sem brjóstsviða og ekki gripið í taumana nægilega fljótt. Og þá getur farið illa.
Hvernig er hægt að greina á milli? Ef þú hefur einhver önnur einkenni, eins og að vera andstuttur, verkur í handlegg, ógleði eða uppköst og svitaköst þegar brjóstsviðinn gerir vart við sig þarftu að leita hjálpar tafarlaust.
Blóð í sæði
Hvað er í gangi? Gæti verið vegna meiðsla eða að orsökin er harkaleg sjálfsfróun eða kynlíf. Þetta gæti líka verið sýking í blöðruhálskirtli eða eistalyppu, en hún tengist eistunum.
Hvað gæti verið í gangi? Blöðruhálskirtils- eða eistnakrabbamein. Ef krabbameinið hefur dreift sér í sæðisgöngin getur komið blóð með sæðinu.
Hvernig er hægt að þekkja á milli? Ef þú hefur orðið fyrir hnjaski á þessu svæði og þetta hverfur inna fárra daga þá er þetta væntanlega í lagi. En ef ekki skal leita læknis.
Slæmur höfuðverkur
Hvað er í gangi? Vökvatap í líkamanum, svefnleysi eða stress.
Hvað gæti verið í gangi? Heilablæðing.
Hvernig er hægt að þekkja á milli? Ef að höfuðverkur vekur…
Lesa meira HÉR