Þeir sem eru með ljóst og ljós skollitað hár þekkja það að hár þeirra lýsist aðeins yfir sumarið, sérstakega ef þeir eru í sól.
En þá myndast gjarnan strípur í hárinu – og svona náttúrulegar sólarstrípur eru auðvitað lang flottastar.
Margir, með ljóst hár, nota ýmis trix til að láta hár sitt lýsast enn meira úti í sólinni.
Hvað með dekkra hár?
En hvað með þá dökkhærðu, eru til einhver trix fyrir þá sem geta hjálpað þeim að fá smá sólarstrípur og gyllta tóna án þess að fara á stofu til að láta setja efni í hárið á sér?
Við fórum á stúfana að kanna það og komumst að því að auðvitað eru líka til trix fyrir þá dökkhærðu.
Hér eru fjórar leiðir fyrir dekkra hár
1. Kamillute
Fyrir þá sem eru mjög dökkhærðir og vilja fá gullna slykju má reyna að nota kamillutepoka.
Fylltu bolla af heitu vatni og láttu tepokann liggja í vatninu í 10 mínútur.
Þegar vatnið hefur kólnað helltu því þá yfir hreint hárið og leyfðu því síðan að liggja í hárinu yfir nótt.
Hreinsaðu síðan hárið um morguninn.
2. Vodka
Já, í alvörunni!
Fáðu þér spreybrúsa og blandaðu saman einum hluta vodka og tveimur hlutum sódavatns.
Sprautaðu síðan yfir hárið áður en þú ferð út í sólina.
Ofurfyrirsætan Eva Herzigova hefur notað þessa aðferð í mörg ár og segir hana svínvirka.
3. Kanill
Prófaðu að gera kanilmaska fyrir hárið.
Taktu eina teskeið af kanil og bleyttu í honum með vatni til að búa til maskann.
Settu hárnæringu í blautt hárið og dreifðu síðan kanilmaskanum í hárið. En hárnæringin hjálpar til við að dreifa úr blöndunni.
Settu sturtuhettu eða handklæði yfir hárið og leyfðu þessu að liggja í hárinu í að minnsta kosti 6 tíma. Best er reyndar að láta þetta liggja í hárinu yfir nótt.
Að því loknu hreinsarðu hárið.
4. Sítrónur
Þessa aðferð þekkja flestir sem eru ljóshærðir – en hún gagnast líka dökkhærðum.
Skerðu sítrónu til helminga og notaðu þá síðan til að teikna strípur í hárið. Leggðu áherslu á hárin í kringum andlitið og efri hluta höfuðsins og leyfðu þessu síðan að þorna úti í sólinni.
Það má líka blanda saman tveimur matskeiðum af ferskum sítrónusafa út í bolla af heitu vatni og bera síðan vel í allt hárið. Og leyfa því svo að þorna úti í sólinni.
Mikilvægt er síðan að næra hárið afar vel þegar þessi sítrónuaðferð er notuð því þú ert jú að setja sýru í hárið.