Sumarsalat með engifer og sesamkjúklingi
Sælkeri Kokteils má til með að deila með ykkur þessa yndislega góða salati sem státar af mörgum næringarríkum fæðutegundum. Svo er þetta líka alveg óskaplega einfalt, fallegt og sumarlegt salat – og þar sem sumarið er ekki alveg komið þá er þetta eins og sól og sumar í fati.
Það sem þarf:
Spínat
Klettasalat
Lárpera
Jarðaber
Mangó
Kirsuberjatómatar
Kjúklingabringur
Grillsósa
Aðferð
Kjúklingabringur fyrst skornar í heilu lagi í tvennt þannig að úr verði 2 þynnri bringur og síðan skornar í passlega breiðar lengjur svo auðvelt sé að grilla.
Bringurnar lagðar í marineringu (gott að nota Sesame Ginger Teriyaki Sauce frá Stonewall, fæst í Hagkaup) og látnar liggja í sósunni í 1 klst. Kjötið síðan grillað.
Spínati og klettasalati raðað í botn á góðu fati.
Lárpera, mangó, jarðaber og tómatar skornir í hæfilega litla bita og dreift yfir kálið.
Þegar kjúklingurinn hefur kólnað er hann líka skorinn niður í bita og dreift yfir allt.
Gott er síðan að dreifa fetaosti í olíu yfir áður en salatið er borið fram eða að hafa ostinn til hliðar.