Það er eitt og annað sem þú munt líklega sjá eftir þegar þú eldist ef þú gerir ekki eitthvað í málunum núna.
Kíktu á þennan lista og sjáðu hvort hann hjálpi þér ekki að snúa við blaðinu svo eftirsjáin nagi þig ekki seinna meir.
Gerðu það núna!
Ef þú finnur þig oft á þeim stað í lífinu að þig langar að gera það sem þig dreymir um að veruleika en ert samt hugsi hvort þú eigir eða eigir ekki að láta til skarar skríða, þá ættirðu að taka þessi sextán atriði hér til athugunar.
Sextán hlutir sem þú munt líklega sjá eftir þegar þú eldist
1. Að setja drauma annarra í forgang
Það er auðvitað frábært og göfugt að hjálpa öðrum að ná markmiðum sínum. En ekki vera svo upptekin/n af því að þú gleymir að sinna þínum eigin.
2. Að vinna of mikið
Það er ekkert að því að vera dugnaðarforkur í vinnu. En það er líka nauðsynlegt að sinna öðrum hliðum lífsins sem eru í raun mikilvægari, eins og að eyða tíma með þeim sem þú elskar. Settu það í forgang.
3. Að læra ekki að elda
Bara það að læra að töfra fram dýrindis máltíð færir þér gleði og ánægju. Svo er líka alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.
4. Að halda í fólk sem særir þig
Fólk kemur og hverfur úr lífi okkar af mismunandi ástæðum. En ef einhver er stöðugt að særa þig og koma illa fram við þig þá er kannski spurning hvort ekki sé komin tími til að slíta á þau tengsl. Það er í raun nauðsynlegt fyrir þína eigin vellíðan og hamingju.
5. Að klára ekki það sem þú byrjaðir á
Eins mikið og þú vilt stundum hætta, mundu að það er kraftur, styrkur og uppfylling sem felst í því að klára það sem þú byrjaðir á.
6. Að staldra ekki við og njóta augnabliksins
Tíminn líður hratt og lífsstíll flestra er svo hraður að þeir hafa ekki tíma til að njóta lífsins. Þú verður að vita hvenær þú þarft að slaka á og kunna að meta og njóta augnabliksins.
7. Að eyða ekki nægilegum tíma með þeim sem þú elskar
Þú munt alltaf sjá eftir því ef þú ert of upptekin/n til að mæta á fjölskyldu uppákomur, eða bara að stoppa aðeins við og kíkja í heimsókn til þeirra sem eru þér næstir.
Það kemur að því einn daginn að fólkið sem þú elskar verður ekki á meðal okkar. Ekki missa af þínu tækifæri.
8. Að taka aldrei stórar áhættur
Að taka áhættur getur fært þér svo margt stórkostlegt í lífinu. Ekki vera hrædd/ur að fara á eftir því sem þig langar.
9. Að hafa of miklar áhyggjur
Það verður alltaf eitthvað til að hafa áhyggjur af. En að vera stanslaust að stressa sig yfir hinu og þessu mun að lokum hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu þína. Slakaðu aðeins á og forgangsraðaðu eins mikið og þú getur.
10. Að festast í erjum og almennum leiðindum
Að taka þátt í erjum og leiðindum er ekki bara tímasóun – það tekur líka alla orku frá þér. Haltu þig frá fólki sem stendur í stöðugum erjum og dregur þig inn í neikvæðar kringumstæður.
11. Að vera ekki þakklát/ur
Vertu þakklát/ur fyrir allt frábæra fólkið í lífi þínu og teldu blessanir þínar. Jafnvel þegar á reynir er alltaf eitthvað til að vera þakklát/ur fyrir.
12. Að halda að þú þurfir ekki á vinum að halda
Þú ert kannski mikið fyrir að vera ein/n og þér finnst það bara fínt, en góðir vinir eru gjöf. Sannir vinir kunna að hressa þig við, styðja þig og hvetja þig þegar þess þarf og þeir standa alltaf með þér.
13. Að eiga ekki áhugamál
Finndu eitthvað sem þér finnst skemmtilegt að gera og þú nýtur þín í, og taktu það alla leið. Þú munt skemmta þér, það fullkomnar þig og þú lærir eitthvað nýtt.
14. Að lesa ekki nóg
Það virðist oft vera ómögulegt að finna tíma til að lesa bók því það er alltaf svo mikið að gera. En það að taka sér tíma til að lesa getur aukið þekkingu þína og aukið víðsýnina, orðaforðann og nært hugann.
Hvað sem þér finnst áhugavert að lesa – taktu upp bók og leyfðu þér að staldra aðeins við og kíkja í hana.
15. Að hafa ekki lagt sig nægilega fram í námi
Af hverju bara rétt skríða í gegnum nám? Af hverju ekki að skora á sjálfa/n sig að gera eins vel og maður getur. Þegar maður stendur sig vel getur maður verið svo stolt/ur þegar gráðan er loksins í höfn.
16. Að taka ekki þátt í sjálfboðastarfi
Hvort sem það er að byggja hús,gróðursetja tré, aðstoða hjálparsamtök eða eitthvað annað, þá er alltaf eitthvað sem þú getur gert til að gera heiminn að betri stað.