Við vitum flest hvaða eiginleikum túrmerik býr yfir og hversu góð áhrif það getur haft á líkamann.
En það eru líklega ekki jafn margir sem vita að þetta undrakrydd hefur líka góð áhrif sé það notað útvortis.
Frábær áhrif á húðina
Að útbúa og nota túrmerik maska fyrir andlitið hefur víst undraverð áhrif á húðina. Maskinn hefur góð áhrif á bólur, exem, þrota og roða í húðinni, dökka sólarbletti, bauga undir augum og auðvitað hrukkur.
Svona heimagerður náttúrulegur maski gefur húðinni ljóma og dregur úr sýnileika svitahola. Þá hefur túrmerikið góð áhrif á öldrun húðarinnar og vinnur gegn hrukkum – auk þess að gera húðina mjúka og slétta.
Það sem þú þarft í maskann
túrmerik
hveiti
möndluolíu
nýmjólk
Og svona gerir þú þetta
Blandar saman í skál einni teskeið af túrmeriki og tveimur matskeiðum af hveiti.
Bætir síðan einni matskeið af möndluolíu og þremur til fjórum matskeiðum af mjólk saman við.
Hrærir saman og gætir þess að blandan sé hvorki of þykk né þunn.
Gættu þess að maskinn fari ekki í fötin eða á baðinnréttinguna því túrmerik skilur eftir sig mikinn lit. Notaðu einnota hanska til að bera maskann í andlitið.
Leyfðu maskanum að vera á andlitinu í 20 mínútur og hreinsaðu vel af, fyrst með vatni og síðan hreinsikremi eða andlitssápu.
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert
Ef þú vilt prófa þig áfram með túrmerik maska þá er hér önnur uppskrift.
Það sem þú þarft
1 teskeið túrmerik
1 teskeið hreint jógúrt
1 teskeið lífrænt hunang
Aðferð
Öllu blandað saman í skál og borið á andlitið.
Látið vera á andlitinu í 15 til 20 mínútur.
Notið túrmerik-maskana alla vega einu sinni í viku.
Og maskana má svo geyma í krukku inni í ísskáp til að nota aftur.