Það er aldrei of seint að láta draumana rætast og aldur er bara tala – það sýndi og sannaði hin 62 ára Ronee þegar hún mætti í prufur í America´s Got Talent.
Þrátt fyrir að prufan hennar hafi ekki byrjað vel þá endaði hún glæsilega og vann hún allan salinn með sér og fékk standandi lófatak.
Ronee starfar sem aðstoðarmaður á lögfræðistofu en hefur gengið með þann draum í maganum í mörg ár að vera söngkona. Og sá draumur gæti svo sannarlega verið að rætast því hæfileikar hennar eru ótvíræðir.
Frábær rödd ♥♥