Það er ekki flókið að skella í þennan holla og ferska ís. Innihaldsefnin eru aðeins þrjú, bananar, hnetusmjör og smá sulta.
Ísinn er tilvalinn til að gæða sér á þegar sólin skín, eða bara þegar mann langar í eitthvað geggjað gott án þess að fá samviskubit.
Það sem þú þarft
6 banana
6 msk hnetusmjör
¼ bolli berjasulta að eigin vali
3 tsk vatn
Aðferð
Skerðu bananana niður í sneiðar og settu inn í frysti í að minnsta kosti 90 mínútur.
Settu þá bananana í matvinnsluvél og leyfðu vélinni að vinna á þeim þar til þeir eru orðnir mjúkir og kremkenndir.
Bættu þá hnetusmjörinu, vatni og sultunni við og blandaðu vel saman og ísinn er tilbúinn.
Þetta gerist ekki auðveldara – sjáðu hér
Sigga Lund