Sætar kartöflur eru bæði hollar og góðar, fyrir utan að passa afar vel með grillmatnum. Og nú þegar grilltíminn stendur sem hæst er tilvaliðað prófa nýtt meðlæti og nýjar útgáfur.
Þessar sætu ofnbökuðu kartöflur eru með parmesanhjúp og kryddi og alveg rosalega góðar. Það var hún Svava vinkona okkar á Ljúfmeti og lekkerheit sem deildi þessari uppskrift með okkur.
Ofnbakaðar sætar parmesan kartöflur
Það sem þarf
- 2 sætar kartöflur
- 2 tsk pressaður hvítlaukur
- 1 msk ólífuolía
- 2 msk smjör, brætt
- 4 msk rifinn parmesan ostur
- ½ tsk hvítlaukssalt
- ½ tsk ítölsk kryddblanda
Aðferð
Hitið ofninn í 200°.
Afhýðið kartöflurnar og skerið í 2 cm teninga.
Setjið hvítlauk, olíu, smjör, hvítlaukssalt, parmesan og ítölsku kryddblönduna í plastpoka og blandið vel.
Bætið sætu kartöflunum í pokann og hristið hann vel, þannig að kartöflurnar verði hjúpaðar olíu/smjöri/ostablöndunni.
Setjið álpappír yfir ofnplötu, spreyið léttilega yfir með olíu og dreifið kartöflunum yfir.
Bakið í um 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn.