Öll viljum við lifa lífinu án eftirsjár. Sumir hafa svo sannarlega náð þannig tökum á lífi sínu að þeir sjá sjá ekki eftir neinu.
En margir upplifa þá tilfinningu seinna á lífsleiðinni að þeir hafi misst af tækifærum í lífinu – misst af tækifærum til að framkvæma eða gera eitthvað sem þá langaði alltaf til að gera.
Láttu vaða
Ef þú finnur þig oft á þessum stað eða ert í þeim sporum að þig langar loksins að gera það sem þig dreymir um að veruleika en ert samt hugsi hvort þú eigir eða eigir ekki þá ættirðu að skoða þessi fjórtán atriði hér að neðan.
En þetta eru 14 hlutir sem þú munt mjög líklega sjá eftir þegar þú eldist ef þú gerir ekki eitthvað í málunum. Sjáðu hvort þeir hjálpi þér ekki að taka réttu ákvörðunina og láta vaða.
1. Að vera hrædd/ur við breytingar
Breytingar geta verið ógnvekjandi, en láttu það alls ekki stoppa þig. Hvort sem það er að flytja, ferðast, ganga út úr óheilbrigðum samböndum eða ráða þig í nýja vinnu.
Settu óttann til hliðar og taktu þessi skref sem þú þarft að taka og þau munu leiða þig til aukinna tækifæra og opna algerlega nýjar dyr í lífi þínu.
2. Að læra ekki annað tungumál
Það eru svo mörg lönd, mörg tungumál og mismunandi og ólík menning sem hægt er að kanna. Láttu verða af því, lærðu nýtt tungumál. Það er bara gaman. Það mun auka víðsýni þína, sjálfstraust og þekkingu.
3. Að vera í óhamingjusömu sambandi
Að eyða mörgum mánuðum og jafnvel árum í slæmu sambandi er algjör tímasóun. Þegar þú loksins ákveður að fara muntu hugsa hvers vegna þú gerðir þetta ekki fyrr.
4. Að nota ekki sólarvörn
Þú kannski viljandi gleymir að setja á þig sólarvörn til að freista þess að fá meira lit. En hafðu í huga að ef þú verð ekki húðina gegn sólinni getur það skaðað hana, aukið hrukkumyndun og aukið líkurnar á krabbameini.
Kauptu þér sólarvörn og vertu dugleg/ur að nota hana.
5. Að ferðast ekki þegar þú hafðir tækifæri til
Þú hefur kannski hugsað með þér; „ég mun ferðast eftir nokkur ár þegar það verður minna að gera og ég á meiri peninga“. En sannleikurinn er sá að því eldri sem þú verður því erfiðara verður það fyrir þig að sleppa skuldbindingunum þínum og bara fara.
Við vitum líka að tíminn líður mjög hratt. Ekki geyma það að ferðast þar til það er orðið of seint. Núið er tilvalinn tími til að ferðast.
6. Að stunda ekki hreyfingu
Þú þarft ekki að fara í ræktina til að gera reglulega hreyfingu hluta af lífi þínu. Þú getur stundað hvaða hreyfingu sem þig langar til svo lengi sem hún bætir heilsu þína, styrkir líkama þinn og eflir heilbrigði þitt.
Þetta gætu verið gönguferðir, skokk, dans, hjólreiðar eða jafnvel jóga heima. Bara eitthvað sem þér finnst skemmtilegt.
7. Að leyfa samfélaginu að skilgreina þig
Ekki láta kyn þitt, kynþátt, aldur, félagslega aðstöðu, trú eða eitthvað annað halda þér frá því að láta draumana rætast. Og ekki láta samfélagið skilgreina þig.
Finndu ástríðu þína og hafðu hugrekki til að fylgja henni eftir – það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst.
8. Að hafa ekki hlustað á ráð foreldra þinna
Eins og það er oft erfitt að viðurkenna það þegar foreldrarnir hafa rétt fyrir sér, þá hafa mömmur og pabbar oft gefið okkur góð ráð. Lærðu að hlusta og virða ráðleggingar þeirra.
9. Að vera hrædd/ur við að segja ég elska þig
Að segja þessi þrjú orð getur verið rosalega erfitt. En að missa af tækifærinu til að segja þau getur alveg eyðilagt mann. Ef þú virkilega elskar einhvern, láttu viðkomandi vita af því.
10. Að vera í ömurlegu starfi
Við höfum öll reikninga að borga og það að ráða sig í vinnu sem maður er ekkert sérlega ánægður með er oft nauðsynlegt til að halda sér á floti fjárhagslega. En leitaðu samt leiða til að bæta ástandið í stað þess að sætta þig bara við það. Stefndu svo að því að finna vinnu sem þú getur notið þín í og vaxið.
11. Að vera fullur af sjálfum sér
Ef þú ferð í gegnum lífið með því að hugsa bara um sjálfa/n þig þá endar þú alein/n með engan þér við hlið. Lærðu að bera umhyggju fyrir öðrum í kringum þig.
12. Að spá of mikið í hvað öðrum finnst um þig
Sama hvað þú gerir, það verða alltaf einhverjir sem gagnrýna þig. Lærðu að að láta það ekki hafa áhrif á þig.
13. Að standa ekki með sjálfum sér
Ekki láta aðra gera lítið úr hugmyndum þínum eða skoðunum. Stattu með sjálfri/sjálfum þér og fyrir það sem þú trúir á og láttu heyrast í þér.
14. Að bera kala til einhvers
Fólk mun særa þig, það er óumflýjanlegt. En hver mínúta sem þú eyðir í að vera sár eða reið/ur er tími sem þú glatar. Auk þess skaðar biturleikin engan nema sjálfa/n þig. Lærðu að fyrirgefa og halda áfram.