Konur eru oft óútreiknanlegar, alla vega margar, sérstaklega þegar kemur að kynlífi. Stundum eru þær í stuði og stundum ekki.
Það hefur mikið með tíðahringinn að gera og allt hormónaflæðið sem honum fylgir. En það þarf ekki alltaf að vera ástæðan.
Er þetta vandamálið?
Ef þér finnst konan þín hafa verið til baka í kynlífinu og ekki sýnt því mikinn áhuga, þrátt fyrir að þú hafir lagt þig allan fram, gæti eitt af þessum sex atriðum (eða þess vegna fleiri) verið það sem dregur úr löngun hennar.
Við fullyrðum ekkert í þessum efnum – en hver veit nema að þetta sé nákvæmlega rótin að vandamálunum í svefnherberginu um þessar mundir.
Hér eru 6 atriði sem gætu verið ástæðan fyrir áhugaleysinu
1. Hún er reið
Flestar konur eiga erfitt með nánd þegar þær eru reiðar. Þær eru líka gjarnar á að halda reiðinni inni og segja ekkert, því þeim finnst að þið karlmenn eigið bara að vita hversvegna þær eru pirraðar. Oft er það þannig að maðurinn gerir sér ekki einu sinni grein fyrir því að hann gerði eitthvað rangt.
Hvað er hægt að gera?
Talaðu við hana í rólegheitunum og spurðu hana hvort þú hafir gert henni eitthvað. Ef hún segir nei, og reynir að skipta um umræðuefni, spurðu hana þá aftur, hún mun opna sig fyrir rest og þið getið rætt málin.
2. Það er allt brjálað að gera og hún er undir miklu álagi
Kannski er konan þín áhugalaus um kynlíf því hún hefur einfaldlega of mikið að gera. Það hvílir mikið á hennar herðum og hún er undir miklu álagi.
Hvað er hægt að gera?
Þegar hún kemur heim eitt kvöldið, bjóddu þá fram aðstoð þína. Spurðu hana hvernig þú getur létt undir með henni. Taktu svo eina kvöldstund og bannaðu henni að hugsa um vinnuna og álagið og gera ekkert nema slaka á og drekka hvítvín með þér. Henni mun án efa þykja vænt um þetta og hver veit nema svona kvöld endi með kynlífi.
3. Hún er bara ekki fyrir kynlíf
Það er staðreynd; sumar konur eru einfaldlega ekki mikið fyrir kynlíf. Þessar konur stunda heilmikið kynlíf í upphafi sambands en þegar fram líða stundir finnst þeim þær ekki skuldbundnar að stunda kynlíf með maka sínum.
Hvað er hægt að gera?
Talaðu við hana og reyndu að komast að því hvort hún hafi orðið fyrir neikvæðri kynlífreynslu í fortíðinni. Var hún kannski misnotuð kynferðislega, gæti það verið ástæðan fyrir áhugaleysinu. Ef svo er, gerðu þitt besta til að sýna henni fram á hversu æðislegt kynlíf er og að það geti gert lífið svo miklu skemmtilegra. Ef það virkar ekki, þarftu einfaldlega að taka ákvörðun um hversu mikilvægt kynlífið er þér. Muntu vera eða muntu fara?
4. Henni finnst hún ekki vera aðlaðandi
Þetta er einfalt. Ef konunni þinni eða kærustu finnst hún ekki vera kynþokkafull, þá er hún ekkert gífurlega æst í að stunda kynlíf með þér. Kannski er hún aðeins búin að bæta á sig nokkrum kílóum, kannski er hún þreytt eða jafnvel bólgin. Kannski móðgaði einhver hana. Það er alþekkt að konur eru allt of gagnrýnar á sjálfar sig.
Hvað er hægt að gera?
Hvettu hana til að taka sér tíma fyrir sjálfa sig, eða bjóddu henni í dekur á snyrtistofu eða jafnvel taktu þér góðan tíma í að nudda hana sjálfur. Gerðu eitthvað til að minna hana á hversu stórfengleg og falleg hún í raun og veru er.
5. Henni finnst kynlífið leiðinlegt
Kannski er hún ekki í stuði fyrir kynlíf því það er orðið of rútínukennt fyrir hennar smekk. Kæruleysi hefur læðst inn af ykkar beggja hálfu. Ef það er raunin er mál að gera eitthvað í hlutunum.
Hvað er hægt að gera?
Talið saman og takið sameiginlega ákvörðun um að bretta upp ermar í þessum málum. Látið hugmyndaflugið ráða og verið óhrædd að prófa eitthvað nýtt.
6. Hún laðast ekki lengur að þér
Það skiptir ekki máli hvað hún segir við þig, ef hún er aldrei í stuði fyrir kynlíf þá gæti ástæðan verið sú að hún laðast ekki að þér lengur. Hún kannski kiknaði í hnjánum í návist þinni í byrjun sambandsins, en nú hrífst hún ekki lengur að þér. Það gæti verið staðreynd málsins.
Hvað er hægt að gera?
Kannski hefur ástæðan fyrir því að hún laðast ekki lengur að þér ekkert að gera með þig þannig séð. Ef hún hefur verið fjarlæg lengi gæti verið að hún sé farin að horfa eitthvert annað. Ef svo er, er lítið sem þú getur gert til að bæta ástandið. Kannski er best að þið farið í sitthvora áttina.
Vertu opin/n
Þrátt fyrir að hér séu taldar upp sex mögulegar ástæður fyrir áhugaleysi kvenna í svefnherberginu, þá gætu þær verið svo miklu fleiri. Þær geta verið margar og misjafnar. En þessar sex eru algengastar.
Mikilvægt er undir öllum kringumstæðum að geta talað saman og finna lausnir. Þannig leysist oftast úr hlutunum. Það er skylda beggja aðila og mikilvægur partur af því að vera í hjónabandi og sambandi. Ekki satt?