Bananar og súkkulaði er blanda sem bara getur ekki klikkað enda til ótal útgáfur af alls kyns góðgæti sem innihalda hvoru tvegga.
Hér eru uppskrift að dásamlegri banana- og súkkulaðiböku sem Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deildi með okkur.
Þessi baka er afar einföld og þægileg í gerð… svo ekki sé minnst á hversu ljúffeng hún er.
Banana- og súkkulaðibaka
(Uppskrift fyrir 4-5)
Það sem þarf
- 3 bananar
- 100 gr suðusúkkulaði
- 2 dl hveiti
- 1 dl sykur
- 1 msk vanillusykur
- 125 gr smjör, við stofuhita
Aðferð
Afhýðið bananana og skerið í sneiðar.
Grófhakkið súkkulaðið.
Setjið hveiti, sykur, vanillusykur og smjör í skál og vinnið saman með gaffli eða fingrunum þannig að úr verði nokkurs konar mulningur.
Smyrjið eldfast mót, setjið bananana í botninn, súkkulaðið yfir og endið á að dreyfa mulningnum yfir.
Bakið við 200° í 25-35 mínútur, eða þar til bakan hefur fengið fallegan lit.
Berið bökuna fram heita með vanilluís eða rjóma.
Og njótið!