Skúffukaka er eitthvað sem er afar sígilt og flestum finnst gott. Volg skúffukaka með ískaldri mjólk er klassík.
Uppskriftin að þessari köku er einföld, og þannig á það auðvitað að vera. Og hvað er betra en að skella í skúffuköku um helgar?
Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér þessari uppskrift með okkur.
Einföld og góð skúffukaka
Það sem þarf
- 150 gr smjör
- 2 egg
- 3 dl sykur
- 2 tsk vanillusykur
- 2 msk kakó
- 4 dl hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 1 1/2 dl mjólk
Aðferð
Hitið ofninn í 175°.
Bræðið smjörið og látið það kólna aðeins.
Hrærið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
Blandið þurrefnunum saman og hrærið saman við eggin og sykurinn.
Bætið smjörinu og mjólkinni saman við og blandið öllu vel saman.
Setjið deigið í smurt skúffukökuform og bakið í miðjum ofni í ca 25 mínútur.
Glassúr/krem
- 75 gr smjör
- 2 msk kaffi
- 2 msk kakó
- 2 tsk vanillusykur
- 3 1/2 dl flórsykur
Bræðið smjörið og blandið hinum hráefnunum saman við þannig að allt bráðni saman.
Dreifið glassúrnum/kreminu yfir kökuna og stráið síðan grófu kókosmjöli yfir.
Njótið!