Ég bara veit, að ég veit að það eru margar konur þarna úti eins og ég sem hafa naglalakkað sig í mörg ár en aldrei í rauninni vitað almennilega hvernig á að gera það svo vel sé.
Klaufsk og klíni út fyrir
Ég get enn verið svakalega klaufsk við þá iðju. Einhversstaðar segir að æfingin skapi meistarann og smátt og smátt nái maður betri tökum á þessu. En ég veit ekki hvort það er rétt?
Ég viðurkenni fúslega að ég er enn að klína lakkinu út fyrir nöglina þegar ég er að gera mig fína, og ég þarf alltaf að nota eyrnapinna bleyttan i naglalakkseyði til að hreinsa vegsummerkin eftir á.
Kannist þið ekki við þetta?
En hvernig ætli sé best að setja naglakkið á neglurnar? Ég held ég sú búin að finna lausnina.
Þetta er nákvæmlega svona. Sjáðu hér í myndbandinu.
Sigga Lund