Þar sem ég vinn mikið heiman frá mér þykir mér mikilvægt að byrja daginn minn á því að fara út í ræktina. Hef ég því aðeins verið að stelast á vigtina, eitthvað sem ég hef ekki gert í mörg ár og allt í einu fór ég að taka eftir því að ég var að þyngjast.
Eins og þú getur rétt ímyndað þér, var ég ekki sátt við þetta, en á sama tíma vakti það mig til umhugsunar.
Springa á limminu
Hver þekkir það ekki að horfa í spegil og líða bara vel í eigin skinni en stíga svo á vigtina og fara allt í einu að gagnrýna þá sömu hluti og þú varst rétt áður sátt með.
Þetta munstur gerir það að verkum að við ætlum okkur að fara á „kúr“, skera vel niður þessa vikuna í von um að vigtin segi annað næsta mánudag. En þetta gerir ekkert annað en valda þyngdaraukningu þar sem við springum svo á limminu á föstudeginum og háleitu markmiðin um 3 kíló fyrir mánudaginn verða enn meiri vonbrigði á mánudagsmorgun þegar við horfumst aftur í augu við vigtina.
Á meðan ég furðaði mig á því hvað vigtin var fljót að hafa áhrif á mig í ræktinni fór ég að rifja upp af hverju ég hætti að nota hana upprunalega.
Hér eru 5 ástæður sem gætu fengið þig til að hugsa þig tvisvar um næst þegar þú stígur á vigtina
Fimm ástæður til að segja skilið við vigtina
1) Vigtin er á sífelldu róli
Auðvitað er gott að mæla árangur á vigtinni og ef þú hefur einn dag mánaðarlega þar sem þú vigtar þig getur það hjálpað þér að sjá mælanlegan mun á þér. En fæstar okkar geta setið á okkur í heilan mánuð og erum þess í stað að vigta okkur oft í viku, jafnvel á hverjum degi!
Hafa ber hins vegar í huga að vigtin getur rokkað 1-2 kg til og frá eftir því hvenær tíma dags þú stígur á hana og hvað þú borðaðir áður og hvert líkamsástandið er hverju sinni.
2) Talan á vigtinni einblínir á fæðuna eingöngu
Við þekkjum mörg að um leið og við sjáum töluna á vigtinni þá förum við strax að hugsa um matinn og hvað við höfum borðað og hvernig við ætlum að minnka skammtastærðirnar, en þyngdartap er mun margþættara en eingöngu fæðuvalið og getur streita, svefn, ástand skjaldkirtilsins og jafnvel óþol fyrir fæðu sem við vitum ekki af spilað stærra hlutverk þegar kemur að því af hverju við þyngjumst, en þar komum við einmitt að næstu ástæðu.
3) Talan á vigtinni segir lítið til um heilsu
Talan á vigtinni segir þér lítið til um samspil hormóna, meltingartruflanir eða blóðþrýsting. Þessir þættir hafa töluvert meira vægi en kílóin þegar við ætlum að meta heilsu og þegar þeir hafa komist í jafnvægi fylgir þyngdartalan með.
Það eru fæst okkar sem horfa á vigtina og hugsa með sér „ohh – ég þarf meiri svefn“ eða „æj… æj.. ég þarf að hugsa um að halda jafnvægi á blóðsykri í dag“ en þetta eru t.d. þættir sem spila stór hlutverk. Þess vegna er vigtin ekki alltaf gott viðmið fyrir heilsu okkar.
4) Vigtin ýtir undir það að…
Lesa meira HÉR