Tilhugsunin um ískalt rósavín, sumar og sól er alveg dásamleg – því rósavínið er hinn fullkomni sumardrykkur.
En hvernig velur maður rétta rósavínið?
Hér eru þrjú skotheld ráð sem þú skalt hafa að leiðarljósi, til að velja það rétta, næst þegar þú skellir þér í vínbúðina eða út að borða.
Þrjú ráð
Skoðaðu litinn
Að öllu jöfnu þegar liturinn á rósavíninu er ljós (fölbleikur) er það þurrt. En þegar liturinn er dýpri (dökkrauður/dökkbleikur) er vínið sætara.
Því nýrra því betra
Ólíkt mörgum öðrum léttvínstegundum verður rósavín ekki betra með aldrinum. Kauptu alltaf nýjasta vínið. Og fyrir besta og ferskasta bragðið er best að drekka rósavín á framleiðsluárinu sjálfu.
Ef þú ert í vafa veldu þá franskt rósavín
Og til að vera nákvæmari; leitaðu að rósavíni frá Provence, (sem er mekka rósavínsins.)
Það er bæði létt og ljóst, ekki of sætt og passar með hverju sem er – rósavínið frá Provence svíkur ekki!