Það getur verið ferlega leiðinlegt og tímafrekt að skræla kartöflur. Og hjá mörgum fer oft ótrúlega mikið af kartöflunum til spillist þegar þær eru skrældar – fyrir utan hvað þetta tekur langan tíma og er hundleiðinlegt.
En sem betur fer þarf þetta ekki að vera vandamál lengur því við erum búin að finna snilldar lausn á þessu og þú þarft ekki einu sinni verkfæri, bara þínar eigin hendur.
Þetta er klárlega algjör snilld ef skræla þarf margar kartöflur.
Svo einfalt
Hitaðu vatn í potti upp að suðu og settu kartöflurnar þá í og leyfðu þeim að sjóða þar til þær eru tilbúnar. Þá tekur þú kartöflurnar og skellir þeim í ísbað í 5 sekúndur og einfaldlega rífur hýðið af.
Svo einfalt og ekkert fer til spillis.
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert