Brakandi croissant með súkkulaði er dásamlega gott… og það sama á við um vöfflur með rjóma?
Hvort um sig ómótstæðilega gott og algjör klassík.
En hvernig hljómar að blanda þessum dásemdum saman?
Hættulega gott
Útkoman er hættulega góð og brakandi croissant vaffla – og þessi er með Amaretto eða Baileys rjóma (en það má svo sem sleppa því og nota annað í staðinn).
Þeir sem hafa unnið með smjördeig vita að það tekur smá tíma að baka það. En í vöfflujárninu tekur það enga stund. Þetta er því lítið mál.
Það sem þú þarft
tilbúið smjördeig
2 msk súkkulaði að eigin vali, rifið niður eða skorið í litla bita
1 bolli þeyttur rjómi
3 msk sykur
1 tsk vanilludropar
2 tsk Amaretto líkjör eða Baileys
Aðferð
Takið deigið úr pakkanum (það má ekki vera frosið), breiðið úr því og leggið yfir vöfflujárnið.
Setjið súkkulaðið í miðjuna á deiginu og lokið vöfflunni með því að fletta deiginu yfir, eins og verið sé að pakka súkkulaðinu inn.
Setjið í vöfflujárnið og bakið.
Á meðan croissant vafflan bakast er rjóminn þeyttur. Þegar hann er næstum tilbúinn er hrærivélin stoppuð og vanilludropunum og líkjörnum bætt út í og svo hrært þar til rjóminn er fullþeyttur.
Takið vöffluna úr vöfflujárninu og leyfið henni að kólna aðeins áður en rjómanum er skellt ofan á.
Njótið!
Sjáðu hér í myndbandinu hvað þetta er mikil snilld