Við fáum ekki nóg af þessu stelpuskotti. Hún er alveg ótrúlega hæfileikarík þrátt fyrir ungan aldur.
Hún Angelina Jordan er ekki eins og flestar aðrar 10 ára stúlkur. Hæfileikarnir eru ótvíræðir og virkar hún miklu eldri en hún er og það er líkt og hún sé með gamla sál, eins og oft er sagt.
Hér í þessu glænýja myndbandi tekur hún lag Amy Winehouse, Back To Black, og gerir það ótrúlega vel.
Hún getur svo sannarlega farið í skóna hennar Amy – en það gerir sko ekki hver sem er.