Nú þegar sumarið er komið og við förum jafnvel að ganga í léttari fatnaði og sýna meira skinn er gott að huga að húðinni. En líkamsskrúbbar eru einmitt góð leið til þess að taka húðina aðeins í gegn.
Nauðsynlegt eftir kaldan veturinn
Skrúbbar eru góðir fyrir húðina, og þá ekki eingöngu andlitið, því öll húðin þarf á umhyggju og næringu að halda. Eftir kaldan veturinn er húðin á handleggjum og fótum gjarnan þurr og hrjúf. Og þá koma líkamsskrúbbar að góðum notum.
Þessi hér er ekki bara fyrir konur því hann er tilvalinn fyrir karlmenn líka og húð karla þarnast þess alveg jafnmikið að að henni sé hlúð.
Það eina sem þarf í þennan skrúbb
½ bolla sjávarsalt
½ bolla jómfrúar ólífuolíu
Og svona er þetta gert
Blandaðu saltinu og olíunni vel saman og leyfðu saltinu að drekka ólífuolíuna vel í sig.
Ef þér finnst skrúbburinn of olíukenndur er ekkert mál að bæta meiri salti í hann.
Skrúbbaðu þig í sturtunni eða í baðinu og skolaðu svo af þér fyrst með volgu vatni og síðan með köldu.
Að lokum skaltu þerra húðina létt og mjúklega með handklæði.
Uppskrift fengin af expatzen.com