Hún er níræð og alveg einstaklega ern og spræk.
Þegar Dorothy var ung stúlka var hún dansari og dreymdi um frægð og frama en lét ekki verða af því að elta drauminn uppi.
En hér er hún mætt í prufur í America´s Got Talent til að láta drauminn rætast – og til að sýna öðrum að það er aldrei of seint að elta drauma sína. Og atriði hennar er í djarfara lagi.
Nick Cannon, kynnir þáttanna, heillaðist svo af þessari spræku og hressu konu að hann braut reglur þáttarins og henti í gullhnapp handa Dorothy til að gera draum hennar, um að verða stjarna, að veruleika.
Já, það er aldrei of seint að láta draumana rætast!