Ef heilsan er í lagi er aldur engin fyrirstaða og það sýnir einmitt og sannar þessi glæsilega og fima 71 árs kona.
Hún er þáttakandi í einni stærstu hæfileikakeppni í heimi, Americas Got Talent, en Quin og Misha dansfélagi hennar hlutu gullna hnappinn í dómara niðurskurðinum og flugu inn í undanúrslit. Enda heilluðu þau áhorfendur upp úr skónum.
Það eru samt ekki nema um tíu ár síðan Quin hóf að stunda samkvæmisdans, og þar fann hún ástríðu sína.
Já það er aldrei of seint…