Veraldarvefurinn er merkileg uppfinning sem nútímamaðurinn notar óspart. Þetta er verkfæri sem færir okkur nýjar upplýsingar af atburðum aðeins augnabliki eftir að þeir gerast og tengir okkur við fólk út um allan heim.
En samfélagsmiðlar og hegðun okkar á netinu getur líka verið varhugaverð og ýmislegt sem vert er að hafa í huga við notkun þess.
Hér eru 7 atriði sem við ættum að forðast
1. Ekki láta netið vera þinn aðal samskiptamáta
Þrátt fyrir að veraldarvefurinn og samfélagsmiðlarnir séu snilldar uppfinning þá koma þeir aldrei í staðinn fyrir mannleg samskipti. Rétt eins og þú kíkir á facebook nokkrum sinnum á dag vertu þá viss um að þú eyðir meiri tíma í að eiga samskipti við aðrar manneskjur í eigin persónu.
2. Haltu aftur af þér við lyklaborðið
Augljóslega getur þú ekki verið sammála öllu sem sett er á samfélagsmiðlana. Sumt getur meira að segja gert þig pirraðan og jafnvel reiðan. En áður en þú slærð inn athugasemd dragðu þá djúpt andann og hugsaðu aðeins. Viltu að „komment“ sem þú setur inn í hita leiksins verði þarna á netinu til frambúðar?
Og ef þú hefur ekkert gott eða málefnalegt að segja slepptu því þá frekar.
3. Ekki vera eltihrellir
Ekki fylgjast stöðugt með gömlum kærasta, kærustu eða fyrrverandi maka á samskiptamiðlunum. Það er ástæða fyrir því að þið eruð ekki lengur saman, svo láttu þar við sitja.
4. Ekki bera þig saman við aðra
Þar sem fésbókin og fleiri miðlar gera þér kleift að fylgjast með lífi fjölda fólks geta vaknað upp allskonar tilfinningar. Ekki bera þig og líf þitt saman við „vini“ þína á þessum miðlum.
Reyndu að samgleðjast þeim sem deila ástarsambandi sínu, stöðuhækkun, frábærum börnum og barnabörnum, fegurð sinni og fleira í þeim dúr. Ef þér finnst þetta erfitt þá verðuru bara að „skrolla“ hratt í gegn og alls ekki veita því neina athygli.
5. Vertu þú sjálfur
Ekki búa til glansmynd af þér á þessum miðlum. Þeir sem breyta og lagfæra allar myndir af sér, og velja auk þess vel og vandlega hvað þeir „like-a“ svo það passi inni í eitthvað fyrirfram ákveðið form, eru að gefa ranga mynd af sjálfum sér. Með því að gera slíkt verður erfiðara að eiga eðlileg samskipti við venjulegt fólk í eigin persónu.
Ekki ákveða hvernig þú vilt að fólk sjái þig – vertu bara þú sjálfur.
6. Ekki eiga mikilvægar samræður á netinu
Margt getur auðveldlega misskilist þegar verið er að senda skilaboð svona á milli. Lítið mál getur orðið að miklu drama og þú gætir þurft að útskýra endalaust hvað þú meinar. Ef ræða þarf alvarleg mál er best að gera það í eigin persónu, eða þá í síma og jafnvel í gegnum skype.
7. Ekki hugsa fyrst og fremst um að fá „like“
Ekki setja eitthvað á samfélagsmiðlana eingöngu í þeim tilgangi að fá „like“, athugasemdir, deilingar og samþykki annara.
Vertu trúr sjálfum þér og deildu með öðrum ef þig langar til þess en ekki til þess að fá athygli.