Hinn 68 ára gamli Matt sló heldur betur í gegn með kraftmiklum söng sínum þegar hann mætti ásamt eiginkonu sinni og barnabörnum í prufur í hæfileikakeppnina Ireland´s Got Talent á dögunum.
Dómararnir áttu varla til orð til að lýsa yfir ánægju sinni og áhorfendur í sal stóðu allir sem einn upp og klöppuðu.
Matt viðurkenndi að það hefðu verið barnabörnin sem fengu hann til að skrá sig til leiks í keppnina. En hann segist hafa verið syngjandi síðan hann var tíu ára gamall og hefur hann sungið á hverfispöbbum og í kirkjukórnum um árabil.
Sumir vilja meina að hér sé sigurvegarinn kominn.
Við gleðjumst alltaf þegar fólk lætur drauma sína rætast!