Þótt fólk geti átt erfitt með að sætta sig við það þá er það víst staðreynd að það að vera hamingjusamur er val.
Hamingjan kemur ekki á silfurfati og hún kemur ekki með peningum eða veraldlegum hlutum. Hún kemur að innan og það er enginn sem getur fært okkur hamingjuna nema við sjálf.
Sumir segja hamingjuna vera ofmetna en þeir sömu taka líklega ekki með í reikninginn að það er vísindalega sannað að þeir hamingjusömu eru hraustari og lifa lengur.
Hér eru 20 einföld atriði sem hamingjusamt fólk hefur vanið sig á
1. Þegar þeir sem eru hamingjusamir brosa þá virkilega nær brosið til augnanna – en augun eru spegill sálarinnar.
2. Þetta eru seigir einstaklingar sem láta ekkert standa í veginum fyrir sér.
3. Þau leitast við að fá aðra til að finna hamingjuna.
4. Þau veita góðu hlutunum í lífinu alltaf athygli – en það eru gjarnan atriði sem aðrir taka sem sjálfsögðum hlut.
5. Þau gera sér grein fyrir því að það eru litlu hlutirnir í l ífinu sem virkilega skipta máli.
6. Þau vita að það er betra að gefa en þiggja.
7. Þau gefa sér alltaf tíma í að slaka á og endurnæra sig.
8. Þau eiga auðvelt með djúpar og innilegar samræður.
9. Þetta fólk kann virkilega að hlusta á aðra.
10. Þau vilja frekar eyða peningum í aðra en sjálfa sig.
11. Þau vita hversu mikilvægt er að eiga í mannlegum samskiptum.
12. Þau halda í jákvæðnina öllum stundum – líka þeim erfiðu.
13. Þau gera sér grein fyrir því að tónlist getur gert kraftaverk fyrir sálina.
14. Þau vita hversu mikilvægt það er að geta kúplað sig í burtu frá tækninni – og hvíla sig á farsímum, tölvum og öðru slíku.
15. Þau eyða miklum tíma úti undir beru lofti.
16. Þau stunda hreyfingu/líkamsrækt reglulega til að losa um streitu.
17. Þau gæta þess að fá nægan nætursvefn.
18. Þau hlæja mikið.
19. Hamingjusamt fólk umvefur sig fólki sem er líka hamingjusamt.
20. Þetta eru sjálfsöruggir einstaklingar sem vita hver þau eru og hvað þau standa fyrir.