Hinn 20 ára gamli Sal er með þetta allt saman, hann er viðkunnanlegur með frábæra rödd, mikla útgeislun, húmor og gleði. Og hann er mættur í America´s Got Talent til að sigra – og það gæti alveg gerst.
Hann flaug beint í undanúrslit með gullhnappi frá Heidi Klum.
Þessi ungi maður syngur lög sem þeir Frank Sinatra og Dean Martin gerðu vinsæl hér áður fyrr og hann gerir það alveg FRÁBÆRLEGA!
Í þættinum sem sýndur var í Bandaríkjunum í gærkvöldi gerði hann allt vitlaust með söng sínum.