Hinn 20 ára gamli Joseph mætti í prufur í eina stærstu hæfileikakeppni í heimi og sagði dómurunum í einlægni sinni að hann hefði aldrei verið kysstur og aldrei farið á alvöru stefnumót.
Síðan fékk hann sér sæti við hljómborðið og söng Hello – sem Lionel Richie gerði frægt. En Joseph gerði það á sinn hátt.
Hann uppskar að launum já frá öllum dómurunum og stúlkurnar í salnum leyndu ekki hrifningu sinni.
Þá loguðu netheimar einmitt á eftir þar sem stúlkur vildu komast í kynni við þennan hæfileikaríka unga mann.