Það er algjörlega nauðsynlegt þegar maður er með sítt hár að kunna ofur einfaldar og súper fljótlegar greiðslur til að grípa í þegar tíminn er naumur.
Fléttaður snúður
Þessi fléttaði snúður hér tekur ekki nema tvær mínútur en er engu að síður mjög flottur. Og það eina sem þarf eru tvær glærar, þunnar og fínar teygjur og langar spennur.
Þannig er þetta gert
Þú skellir hárinu í lágt tagl og notar aðra teygjuna.
Fléttar svo taglið laust, en þó ekki of laust.
Síðan er búið til gat efst í taglinu (fyrir ofan teygjuna) og fléttunni stungið þar í gegn.
Að því loknu er fléttuni hálfvegis troðið ofan í gatið og spennurnar notaðar til að festa snúðinn.
Ekki er vitlaust að spreyja yfir með hárlakki til að snúðurinn haldist fullkomlega.
Og voilá, þessi flotti fléttaði snúður er klár!
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert