Þetta myndband hefur farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga enda er það óskaplega krúttlegt.
Kennedy er 2 ára gömul og er að sögn foreldranna góð í því að leika á tilfinningar þeirra og hún elskar að þræta við pabba sinn.
Í þessu myndbandi sést hvar hún heldur því fram að hún eigi kærasta – en pabbinn er nú á öðru máli. Kennedy segir þeim þá að hann heiti Jared. En Jared þessi er víst herbergisfélagi frænda hennar háskóla og höfðu þau séð hann keppa í fótbolta í skólanum. Eftir það tilkynnti hún þeim að Jared væri kærastinn sinn.
Sú verður einhvern tímann góð 🙂