Hún er ekki nema 16 ára gömul en engu að síður búin að ganga í gegnum töluvert meira en henni miklu eldra fólk.
Calysta mætti í prufur í America´s Got Talent til að sýna fram á hvað það sem maður hefur gengið í gegnum í lífinu þá eigi maður ætíð að elta drauma sína.
Fyrir um ári síðan greindist Calysta með krabbamein og það leit síður en svo vel út í fyrstu. En hún komst í gegnum veikindin og segist hafa verið ein af þeim heppnu.
Þessi unga flotta stúlka heillaði Simon Cowell algjörlega upp úr skónum – og ekki að undra því hún syngur eins engill. Og hún fékk gullhnappinn hjá Simon!