Það er margt hæfileikafólkið á Spáni og þessa dagana er hæfileikakeppnin España Got Talent í gangi og höfum við verið að kynna framúrskarandi þáttakendur fyrir lesendum okkar.
Hér ræðst hin 14 ára gamla Dianne frá Barcelona á lagið Memory úr söngleiknum Cats en það þykir afar erfitt lag að syngja.
Henni tekst þó að heilla dómarana upp úr skónum og þótt sá fyrsti segi nei skipti það engu máli því hún fékk gullna hnappinn.