Það er alltaf jafn áhugavert að skoða hverju þeir sem lengi lifa þakka háan aldur sinn.
Læknar segja okkur að lykillinn að langlífi sé blanda af góðum genum og heilbrigðum lífsstíl en þegar betur er að gáð virðist sem það eigi bara alls ekki við alla.
Glas af Guinness daglega
Afar misjafnt er hverju þeir sem ná háum aldri þakka langlífið og höfum við heyrt ýmsar útgáfur af því en hér er ein alveg ný.
Þegar hún Doris Olive, sem var frá Englandi, hélt upp á 100 ára afmælið sitt þá fagnaði hún því auðvitað með veislu og glasi af Guinness bjór. Doris drakk nefnilega Guinness bjór á hverjum einasta degi frá því hún var rúmlega þrítug – og því þakkaði hún langlífið.
Bjór fyrir heilsuna
Það er ekki endilega það að henni fyndist bjórinn svona góður heldur trúði hún því staðfastlega að hann gerði henni og heilsunni gott.
Samkvæmt fjölskyldu Doris er hún einstaklega heilsuhraust og hún harðneitaði að fara í gegnum nokkurn dag án þess að drekka bjórinn sinn.
Svo ef þú ert með samviskubit yfir því að hafa sleppt ræktinni til að fara í „happy hour“ þá er það greinilega algjör óþarfi því þú getur bara pantað þér Guinness.