Orðið „miðaldra“ hefur á sér neikvæða merkingu í huga margra – svona eins og það sé eitthvað skömmustulegt við það að eldast.
Líklega á þetta rætur sínar að rekja til þeirrar ungæðisdýrkunar sem hefur tröllriðið vestrænum samfélögum um þó nokkurt skeið. Og staðreyndin er sú að það hefur ekkert þótt neitt voðalega töff að eldast og verða miðaldra.
En hvenær er maður svo miðaldra?
Hvort sem það þykir töff eða ekki þá má getur maður svo sannarlega verið þakklátur fyrir það að fá að vera svo lánsamur að að eldast. Því hver vill hinn kostinn?
Margir sérfræðingar telja að fólk sé orðið miðaldra eftir 35 ára aldurinn og að tímabilið vari til næstum sextugs. Nú bregður kannski einhverjum sem er rétt skriðinn yfir þrítugt og finnst alveg fráleitt að vera talinn miðaldra. Auðvitað er þetta afar einstaklingsbundið, hér er aðeins verið að horfa á tölur. Tímarnir breytast og mennirnir með og má segja að í dag sé aldur meira hugarástand. Sextugur einstaklingur getur t.d. verið virkari og unglegri en 45 ára einstaklingur.
20 atriði sem benda til þess að þú sért orðin/n miðaldra
Svona bæði í gamni og alvöru þá benda þessi atriði hér að neðan til þess að þú sért orðin/n miðaldra – þótt þú samsamir þig ekki nema við fimm af þessum atriðum.
Kannastu við þetta?
1. Það er orðið erfiðara að lesa leiðbeiningar og innihaldslýsingar með vörum – líkt og stöðugt sé verið að smækka letrið.
2. Þú kvartar meira
3. Þú horfir upp fyrir gleraugun þín.
4. Líkamlegir verkir og kvillar eru orðnir algengari.
5. Þú ferð mun fyrr í rúmið á kvöldin.
6. Svefnmynstrið hefur breyst og þú sefur ekki eins vel og áður.
7. Hár sprettur upp á ólíklegustu stöðum líkamans, t.d. í eyrum, í andliti, á tám og víðar.
8. Þú ert gjörsamlega heltekin/n af heilsu þinni.
9. Kríur og stuttir lúrar eru orðnir ansi góðir vinir þínir.
10. Það er orðið svo miklu erfiðara að halda vigtinni í skefjum – hvað þá að ætla að losna við einhver kíló.
11. Þú segir allt of oft „ha“!
12. Útlitið er orðið stórt áhyggjuefni – og krefst meiri vinnu.
13. Þú þekkir ekki lengur nýjustu og vinsælustu lögin í útvarpinu.
14. Þú þolir ekki lengur háværa staði – eða bara hávaða almennt.
15. Hinir og þessir líkamshlutar eru ekki lengur á sínum stað.
16. Þú stynur þegar þú beygir þig.
17. Þú setur þægindi ofar stíl og flottheitum þegar þú verslar þér fatnað.
18. Þú gleymir auðveldlega nöfnum.
19. Þú hugsar um að panta þér ferð í siglingu með skemmtiferðaskipi – eða framkvæmir það.
20. Þú týnir sí og æ bæði gleraugunum og bíllyklunum.