Tíu atriði sem ég hef lært með tímanum – Virkilega góð lífslexía

Það er eitt og annað sem við lærum með hærri aldri og auknum þroska. Sumt er afar augljóst á meðan annað getur verið erfiðara að læra eða sætta sig við.

Hér eru 10 atriði sem við lærum með tímanum – og ef þú hefur ekki nú þegar gert það þá er kominn tími til.

Tíu góðar lífslexíur

1. Röng markmið

Við eyðum stærstum hluta lífsins í að eltast við röng markmið og tilbiðja ranga hugmyndafræði. Þann dag sem við áttum okkur á því má segja að lífið hefjist fyrir alvöru.

2. Hver er í fyrsta sæti?

Við getum aldrei gert öllum til hæfis – hvað þá gert öllum til geðs alltaf. Settu sjálfa/n þig í fyrsta sæti og þá sem þú elskar í annað sætið. Ekki hafa neitt samviskubit því allir aðrir eru hvort eð er svo uppteknir af því að setja sjálfa sig í forgang.

3. Elli kerling

Það þýðir ekkert að ergja sig á elli kerlingu, enda miklu betra að fá að eldast heldur en ekki. Njóttu þess því að fá að eldast.

Vissulega breytist líkami okkar en hann hefur líka stöðugt verið að breytast alveg frá fæðingu. Ekki eyða tíma í að reyna snúa ferlinu við – sættu þig við breytingarnar og sjáðu fegurðina sem fylgir hærri aldri.

4. Fullkomnun?

Það er enginn fullkominn og hvort sem þú trúir því eða ekki þá er enginn fullkomlega sáttur við sjálfan sig. Þegar það síast inn hjá þér geturðu losað þig við dómhörku í eigin garð og hætt að bera þig saman við aðra. Í þessu felst mikið frelsi.

5. Mistök

Það er enginn sem tekur eftir því þegar þú gerir rétt – en allir taka hins vegar eftir því þegar þú gerir mistök. Þegar við náum að átta okkur á því förum við að gera hlutina af réttum ástæðum og þá verður líka allt svo miklu skemmtilegra.

6. Líkaminn

Með tímanum sérðu eftir því að hafa eytt orku þinni og tíma í að vera of gagnrýnin/n og neikvæð/ur gagnvart eigin líkama og útliti. Því fyrr sem þú sættir þig við þetta hylki sem sál þín býr í því betra. Líkami þinn er magnað fyrirbæri en hann skilgreinir þig ekki sem manneskju.

7. Heilsan

Með aldrinum áttum við okkur á því hversu mikilvæg heilsan er. En streita, óttti og áhyggjur fara mun verr með heilsuna en gómsætur matur og drykkur sem þú neitar þér stöðugt um. Hamingja, friður og sátt eru besta meðalið.

8. Saga þín

Þegar við eldumst förum við að hugleiða hver komi til með að muna eftir okkur og fyrir hvað. Staðreyndin er sú að ást okkar og viska lifir mun lengur en allir þeir veraldlegu hlutir sem þú skilur eftir fyrir erfingja þína og ástvini. Segðu sögu þína og talaðu við fólkið þitt.

9. Ævintýri eða skylda?

Við fáum ekki langan tíma hér á jörðinni en ef þú hins vegar ert sífellt að berjast á móti straumnum getur lífið orðið eins og lífstíðardómur.

En lífið á ekki að vera eins og skylduverk eða rútína – lífið á að vera eins og ævintýri því það er sannkallað ævintýri að fá að vera til.

10. Njótum og notum

Við ættum alltaf að njóta þess besta í stað þess að geyma eða spara það. Drekkum fína vínið í stað þess að geyma það, notum sparistellið á mánudögum og spariskóna á fimmtudögum.

Það er engin trygging fyrir morgundeginum! Dagurinn í dag er gjöf – svo étum, drekkum og verum hamingjusöm.

Deildu þessari grein á
  • Nýtt
  • Heilsa og útlit
  • Lífið og lífsstíll
  • Matur og drykkur
  • Menning
  • Myndbönd

Þetta eru þeir eiginleikar sem konur vilja sjá í mönnum sínum

Flestar konur hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig makinn á að vera...

Þessi stórgóði túrmerik sódavatns drykkur gerir undur fyrir þig

Þegar þú ert slöpp/slappur, alveg orkulaus og ert bara ekki eins og þú...

Þannig fer Christie Brinkley að því að líta svona vel út 65 ára

Christie Brinkley er með flottari konum sem við höfum séð og það er...

Dásemdar gulrótarkaka í rúllutertuformi

Gulrótarkaka er ein uppáhalds kakan mín og líklega sú kaka sem ég...

Náttúrulegir og heimatilbúnir hármaskar sem svínvirka

Stundum þarf hárið á okkur sérstaka ást og umhyggju. Hvort sem það...

Að eiga gott samband við börnin sín dregur úr líkum á Alzheimer

Fjölskylda okkar og mannleg samskipti geta skipt sköpum í því hvernig...

Heili kvenna mun virkari en heili karla – En því fylgja líka vandamál

Því hefur lengi verið haldið fram, og grínast með, að konur geti gert...

Tíu atriði sem ég hef lært með tímanum – Virkilega góð lífslexía

Það er eitt og annað sem við lærum með hærri aldri og auknum þroska....

Þannig fer Christie Brinkley að því að líta svona vel út 65 ára

Christie Brinkley er með flottari konum sem við höfum séð og það er...

Að eiga gott samband við börnin sín dregur úr líkum á Alzheimer

Fjölskylda okkar og mannleg samskipti geta skipt sköpum í því hvernig...

Heili kvenna mun virkari en heili karla – En því fylgja líka vandamál

Því hefur lengi verið haldið fram, og grínast með, að konur geti gert...

Fimm hlutir sem þú vissir líklega ekki um gráu hárin

Það á fyrir okkur öllum að liggja að verða gráhærð – en hvenær...

Er stundum erfitt að sofna á kvöldin? Prófaðu þá þetta fyrir svefninn

Að fá nægan svefn er mikilvægt upp á almennt heilsufar, bæði...

Þessi dúndur orkuskot bæta meltinguna og efnaskiptin – Mikilvægt fyrir heilsuna

Góð melting er afar mikilvæg fyrir heilsu og almenna vellíðan. Til...

Frábær trix og ráð til að láta hárið virðast þykkara

Það getur verið erfitt að eiga við þunnt hár og að ná fyllingu í...

Fimm æfingar til að gera heima sem koma þér fljótt í form

Margir eru duglegir að halda sér í formi þótt þeir fari ekki í...

Þetta eru þeir eiginleikar sem konur vilja sjá í mönnum sínum

Flestar konur hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig makinn á að vera...

Þessi stórgóði túrmerik sódavatns drykkur gerir undur fyrir þig

Þegar þú ert slöpp/slappur, alveg orkulaus og ert bara ekki eins og þú...

Náttúrulegir og heimatilbúnir hármaskar sem svínvirka

Stundum þarf hárið á okkur sérstaka ást og umhyggju. Hvort sem það...

Tíu atriði sem ég hef lært með tímanum – Virkilega góð lífslexía

Það er eitt og annað sem við lærum með hærri aldri og auknum þroska....

Þessar ellefu fæðutegundir auka kynhvötina

Ef kynhvötin er ekki upp á sitt besta hjá þér/ykkur þessa dagana er...

Þú ættir að eyða meiri tíma einn með sjálfum þér – Og þetta er ástæðan

Hvað er langt síðan þú tókst þér tíma frá öllu og öllum til að...

Þrjóskum börnum vegnar betur í lífinu – Svo segja vísindin

Það er ekkert alltaf tekið út með sældinni að eiga krefjandi börn og...

Ert þú í réttu brjóstahaldarastærðinni? – Hér eru staðreyndir um brjóstin

Brjóst kvenna eru afar ólík, sem er auðvitað ósköp eðlilegt. En...

Þessi stórgóði túrmerik sódavatns drykkur gerir undur fyrir þig

Þegar þú ert slöpp/slappur, alveg orkulaus og ert bara ekki eins og þú...

Dásemdar gulrótarkaka í rúllutertuformi

Gulrótarkaka er ein uppáhalds kakan mín og líklega sú kaka sem ég...

Steiktur fiskur í ofni – og engin bræla

Mörgum þykir leiðinlegt og vesen að steikja fisk og forðast að gera...

Dásemdar súkkulaði bananabrauð sem óhætt er að mæla með

Hvað er betra en gott bananabrauð? Jú súkkulaði bananabrauð! Bananar...

Dásamlega mjúk banana- og súkkulaðikaka með léttu súkkulaðikremi

Þessi dúnmjúka súkkulaði- og bananakaka með léttu súkkulaðikremi er...

Brjálæðislega góð grænmetisbaka með sætum og spínati

Þessi grænmetisbaka er brjálæðislega góð – og alveg tilvalin...

Rosaleg súkkulaði og Snickers Pavlova

Ég er virkilega veik fyrir Pavlovum, og reyndar bara marengskökum yfir...

Frábær fjölskylduréttur – Hakkabuff með karamelluseruðum lauki og rjómasósu

Hakkabuff með lauk er matur sem er svo hefðbundinn og fastgróinn inn í...

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta og maður er í letistuði er...

Þetta eru eftirminnilegustu kossar allra tíma

Kossar í bíómyndum verða gjarnan eftirminnilegir – og oft eru...

Jólalög og ljúfir tónar á Þorláksmessu í Hörpu – Frítt inn og allir velkomnir

  Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu...

Mahler og Mussorgsky á Óperudögum í Hannesarholti

  Þau Aron Axel Cortes barítónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir...

Skelltu þér á ókeypis tónleika Óperunnar í Hörpu – Notalegt í hádeginu

Íslenska óperan býður upp á í vetur, eins og undanfarna vetur,...

Svona hefurðu aldrei heyrt lagið Jolene áður… frábær A capella flutningur

Dolly Parton er afskaplega hæfileikarík og þá ekki eingöngu sem...

Gætir þú lifað án tónlistar?

Hvernig væri tilveran án tónlistar? Tónlist er stór hluti af menningu...

Vissir þú að það er leyniíbúð uppi í Eiffel-turninum?

Vissir þú að það er lítil íbúð uppi í Eiffel-turninum? Þessa...

Dáleiddu salinn og dómarana með töfrandi hreyfingum – Alveg magnað

Þessi hópur stúlkna frá Líbanon, 31 talsins, eru keppendur í nýjustu...

Stóð uppi sem sigurvegari 89 ára gamall – Aldrei of seint að láta draumana rætast

Við höfum lengi talað fyrir því að maður er aldrei, nei ALDREI, of...

65 ára gamall leikari fær magnaða yfirhalningu

Hann er 65 ára gamall leikari í New York og hafði ekki farið í...

Tólf ára sem dreymir um að syngja á Broadway fær gullna hnappinn og grætir dómarana

Hann er 12 ára gamall og dreymir um að verða Broadway stjarna – og...

Þetta er sko enginn venjulegur kór – Enda fengu þau gullna hnappinn

Krakkarnir í Detroit Youth Choir mætti ásamt stjórnanda sínum í prufur...

Hann stoppar þessa 12 ára stelpu og lætur hana syngja aftur – Og hún neglir það!

Hún er 12 ára gömul og mætti á dögunum í prufur í stærstu...

Ellefu ára fiðluleikari er lifði af krabbamein fær gullna hnappinn frá Simon Cowell

Hann vildi ekki vera þekktur sem strákurinn með krabbameinið og ákvað...

Ótrúleg viðbrögð dýranna í skóginum við spegli

Franskur ljósmyndari kom spegli fyrir í skógum Afríku til að ná myndum...