Það er gott að eiga vini og algjörlega ómetanlegt að eiga sanna og góða vini.
En hvað er það sem greinir á milli kunningja og traustra og sannra vina?
Hér er tíu atriði sem einkenna sanna vini
1. Samgleðjast
Góðir vinir samgleðjast þér innilega og eru ánægðir fyrir þína hönd þegar vel gengur.
Þetta er ekkert alveg sjálfgefið því vinasambönd geta stundum verð yfirborðsleg og afbrýðisemi kraumað undir niðri. Slík sambönd virðast yfirleitt vinaleg og eðlileg á yfirborðinu og þú myndir aldrei láta þér detta í hug að viðkomandi væri ekki einlægur og góður vinur.
Sannur vinur verður spenntur og glaður þegar vel gengur en ekki afbrýðisamur eða áhugalaus. Og hann ber sig ekki saman við þig og þú auðvitað ekki við hann.
2. Sýna áhuga
Góður vinur sýnir þér og því sem þú ert að gera áhuga. Hann lætur þig finna að þú skiptir máli í hans lífi og þú finnur fyrir stuðningi hans.
3. Eru til staðar
Góður vinur er til staðar fyrir þig þegar þú þarft á honum að halda. Og þú auðvitað fyrir hann – það er það sem vinir gera. En það sem greinir á milli vina og frábærra vina er að þú veist að þú getur treyst á vininn og þú getur alltaf treyst á stuðning hans og ráðleggingar.
4. Stuðningur
Góður vinur stendur með þér í blíðu og stríðu.
5. Segja sannleikann
Góður vinur er hreinskilinn en stuðningsríkur. Hann þekkir þig vel og segir þér sannleikann en finnur leið til að setja hann fram án þess að brjóta þig niður eða vera grimmur og leiðinlegur.
6. Hvetjandi
Góður vinur hvetur þig áfram en dregur þig ekki niður.
7. Hreinskiptin samskipti
Góður vinur á hreinskiptin samskipti við þig. Stundum þarf að læra slíkt en það kemur líka oft með tímanum.
Frábæri vinurinn gefst ekki upp þótt þið hafið ekki skilið hvorn annan í fyrstu og hann reynir aftur því hann vill vera á sömu línu og þú. Þótt þér finnist hann ekki koma því til skila sem hann ætlar sér þá veistu að hann er alla vega að reyna og það skiptir miklu máli.
8. Virðing
Góður vinur virðir tíma þinn og andlega orku. Hann gengur ekki of nærri sambandinu með of miklum kröfum. Þótt vinir eigi að vera til staðar fyrir hvorn annan þá má samt ekki nota vini sína eins og tusku eða ætlast til þess að þeir leysi úr öllum þínum vandamálum.
9. Deila lífssýn
Góður vinur nær tengingu við þig. Þið deilið svipaðri lífssýn og eigið mjög margt sameiginlegt. Þótt þetta virðist í fyrstu ekki skipta öllu máli þá vegur þetta þungt í vinskapnum því ef þið náið ekki að tengjast getur það komið í veg fyrir að þið njótið þess að vera saman.
Þú getur auðvitað líka átt vini sem þú átt næstum ekkert sameiginlegt með en mjög líklega eru það ekki þínir bestu vinir.
10. Traust
Góðir vinir treysta þér. Án trausts er ekki hægt að byggja upp sannan vinskap. Góðir vinir treysta hvorum öðrum og er það megin undirstaða vinskaparins. Ef þú treystir ekki vinum þínum eða þeir ekki þér á ekkert af upptalningunni hér að ofan við.
Sannur vinskapur þrífst ekki án gagnkvæms trausts.