Við höfum áður rætt um „hinn fullkomna“ líkama hér á Kokteil og bent á að hann sé ekki til. Því konur eru svo ólíkar og einstakar – og engin kona er eins.
Konur hafa samt ákveðna hugmynd í kollinum
En þrátt fyrir að hinn fullkomni líkami sé ekki til þá hafa konur oft ákveðan hugmynd í kollinum um hvað sé eftirsóknarvert og hvað ekki. Og þess vegna er einstaklega áhugavert að skoða hversu ólíkar þessar hugmyndir eru eftir því hvar í heiminum konur búa.
Breska lyfja- og læknafyrirtækið, Superdrug Online Doctors, gerðu afar áhugaverða könnun á dögunum og voru að birta niðurstöður hennar. Þeir fengu 18 hönnuði úti um allan heim til þess að fótósjoppa sömu myndina. Áttu hönnuðurnir að breyta myndinni þannig að hún endurspeglaði fegurðarstaðla þeirra lands.
Markmið verkefnisins var að reyna að skilja óraunhæfar kröfur um útlit og fegurð og sýna fram á hversu ólíkt það er frá einu landi til annars. Kröfurnar eru sem sagt afar ólíkar eins og myndirnar sýna.
Hér má sjá sjö af löndunum átján
Upphaflega myndin
Bandaríkin
Kína
Bretland
Kólumbía
Ítalía
Spánn
Suður-Afríka
Hér má svo sjá restina af myndunum.