Þannig geturðu orðið 100 ára – Leyndarmálið á bak við langlífi

Eiga þeir sem lifa lengi eitthvað eitt sameiginlegt?

Og hver er galdurinn á bak við langlífi?

Vísindamenn segja að það sem við látum ofan í okkur, hreyfing og gen ráði því hversu lengi við lifum. En er það endilega alveg rétt?

Þeir sem hafa fagnað meira en hundrað árum eru ekki alveg sammála og virðist þetta vera afskaplega einstaklingsbundið. Á meðan sumir borða súkkulaði út í eitt og drekka áfengi daglega þá eru aðrir sem snerta ekki vín og borða hollt alla ævi – og hvort um sig virðist virka.

Hér eru ráð frá 12 einstaklingum sem allir náðu að fara vel yfir hundrað árin

Emma Morano 117 ára

Hin ítalska Emma var elsta lifandi manneskjan í heiminum, rúmlega 117 ára, þegar hún lést. Og leyndarmál Emmu á bak við langlífið kemur líklega einhverjum á óvart. Á hverjum einasta degi í um 90 ár borðaði hún egg – og hún borðaði næstum aldrei ávexti eða grænmeti.

En smákökur borðaði hún hins vegar í miklu magni og er hún sögð hafa falið kökurnar undir koddanum sínum svo enginn borðaði þær frá henni.

Agnes Fenton 112 ára

Agnes var frá New Jersey í Bandaríkjunum en hún lést 112 ára að aldri. Agnes þakkaði langlífi sitt bjórdrykkju og vískí. En Agnes drakk þrjár flöskur af Miller bjór og eitt glas af víski daglega .

Þetta gerði hún í 70 ár eftir að læknir ráðlagði henni að drekka bjór á hverjum degi heilsu hennar vegna.

Gertrude Weaver 116 ára

Gertrude þakkaði einfaldlega góðmennsku sinni langlífið. Hennar ráð til okkar hinna ef við viljum lifa lengi er að vera góður við aðra og koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.

Þá þakkaði hún góða heilsu því að hafa hvorki reykt né drukkið áfengi og gætt þess að fá nægan svefn.

Jessie Gallan 109 ára

Hún borðaði mikið af búðingi allt sitt líf en langlífið þakkar hún þó því að hafa haldið sig frá karlmönnum alla ævi. Hún giftist aldrei enda taldi hún karlmenn bara vera vesen og það væri því ekki þess virði að standa í þessu.

Jessie gætti þess að fá næga hreyfingu, umvefja sig góðu fólki og vinna mikið.

 

 

 

 

 

 

 

 

Paul Marcus 103 ára

Paul vildi meina að heppni væri það sem lægi á bak við langlífi sitt. Hann sagði góð gen, heppni og það að borða ekki hollt væri leyndarmálið að því að lifa lengi. Og því til sönnunar sagðist hann bara borða það sem sig langaði í og ís væri lykillinn að langlífi.

En Marcus var líka duglegur að mæta í ræktina og það gerði hann meira að segja eftir hundrað ára afmæli sitt.

Alexander Imich 111 ára

Aleexander lést árið 2014 en hann þakkaði langlífið því að vera alltaf í fullkomnu formi og stundaði hann meðal annars sund og fimleika. Þá borðaði hann hollt og hélt sig frá áfengi en mataræði hans samanstóð meðal annars af kjúklingi og fiski.

Duranord Veillard 111 ára

Duranord lést í júní árið 2018 þá 111 ára, og eiginkona hans lést aðeins 6 mánuðum seinna 108 ára gömul. En Duranord sagðist byrja hvern einasta dag á því að fá sér hafragraut, ávöxt og te og enda daginn á fiski og grænmeti. Þá tók hann einnig fimm til sjö armbeygjur á hverjum morgni, meira að segja þegar hann var kominn langt yfir hundrað árin.

Adelina Domingues 114 ára

Adelina tók engin lyf, braut aldrei bein í skrokknum og þurfti aldrei að fara á sjúkrahús.

Og hvað er hennar leyndarmál?

Jú, hún notaði aldrei snyrtivörur – en það er hennar skýring. Hún steig aldrei fæti inn í snyrtivöruverslun enda sagðist hún aldrei hafa verið hégómagjörn. Við þetta má bæta að hún hvorki reykti né drakk og taldi trú sína vera eitt besta meðalið.

Susannah Mushatt Jones 116 ára

Susannah sem lést í maí 2016 sagðist ætíð hafa gætt að svefninum og passaði að sofa nóg á hverri nóttu. Og morgunmatur hennar samanstóð af eggjum, beikoni og grits (sem er nokkurs konar maísgrautur).

 

 

 

 

Ruth Coben 103 ára

Þótt Ruth hafi verið komin vel yfir hundrað árin lyfti hún enn lóðum og stundaði pilates einu sinni í viku. Hún var mikil skvísa og ávallt vel til höfð. Hennar mottó fyrir langlífi var að fagna hverjum degi og ekki horfa á dagatalið. Hún trúði því líka að á meðan þú gætir hreyft þig þá gætirðu líkað stundað einhvers konar hreyfingu.

George Boggess 104 ára

Hans ráð fyrir löngu lífi er að ganga mikið en hann þakkar það fyrst og fremst langlífi sitt enda gengið mikið um ævina.

Misao Okawa 117 ára

Hin japanska Okawa þakkaði sushi áti, nægum svefni (8 tíma á nóttu) og slökun fyrir háan aldur sinn.

En það er algengt í Japan að fólk nái háum aldri og er talið að fitulítil fæðan spili þar stóran þátt.

Heimild – Health

Deildu þessari grein á
  • Nýtt
  • Heilsa og útlit
  • Lífið og lífsstíll
  • Matur og drykkur
  • Menning
  • Myndbönd

Frábær trix sem láta kökumix bragðast eins og heimatilbúnar kökur

Hverjum finnst ekki þægilegt og einfalt að grípa í pakka af tilbúnu...

Eiturefnalaus blanda til að þrífa glerið í ofninum

Það kannast flestir við hvað glerið innan á hurðinni í ofninum...

Frábær ráð sem gera líf þitt betra – Svo miklu betra!

Við þreytumst seint á því að tala um litlu hlutina sem skipta máli í...

Frábær uppskrift að ofnbökuðu blómkáli – Nú geta allir borðað blómkál

Einhverra hluta vegna hefur mér aldrei þótt blómkál neitt sérstaklega...

Ótrúlega einföld og fullkomin leið til að skera lauk, tómata og fleira

Hver hefur ekki stundum lent í vandræðum með að skera lauk? Laukurinn...

Þessi 11 atriði geta algjörlega gert gæfumuninn í sambandi þínu

Maður getur alltaf bætt sig og þegið góð ráð þegar kemur að...

Þetta ættirðu ekki að borða áður en þú drekkur vín

Ef þú ert á leiðinni út að skemmta þér og ætlar að hafa vín um...

Þetta er það versta sem þú getur gert fyrir hár þitt

Umhirða hársins getur verið vandmeðfarin og sumt, og jafnvel margt, sem...

Þetta getur hjálpað þér við að fá flatari maga

Að ná flötum maga er stöðug barátta hjá mörgum – og það er...

Níu fæðutegundir sem innihalda færri hitaeiningar en þær brenna

Hljómar það ekki vel að til séu fæðutegundir sem láta líkamann...

Finnst þér þú hafa bætt á þig? – Og skilurðu alls ekki hvers vegna?

Finnst þér þú hafa fitnað… en samt ekki? Því þú veist að þú...

Stórgóð ráð við bjúg og bólgum í fótum

Bjúgur og bólgur í fótum er nokkuð sem margir kannast við. Ástæðan...

Hár okkar breytist með hærri aldri – Og hér eru góð ráð

Umhirða hársins er mikilvægur þáttur í því að líta vel út....

Gerðu þetta frábæra túrmerik te til að draga úr verkjum og bólgum í líkamanum

Túrmerik hefur verið notað um aldir gegn bólgum í líkamanum,...

Svona færðu flott og vel blásið hár

Það getur vafist fyrir konum að blása á sér hárið enda ekki alltaf...

Þessar ávaxtategundir draga úr hrukkum og bæta ástand húðarinnar

Það sem við borðum getur haft mikil áhrif á útlit og ástand...

Eiturefnalaus blanda til að þrífa glerið í ofninum

Það kannast flestir við hvað glerið innan á hurðinni í ofninum...

Frábær ráð sem gera líf þitt betra – Svo miklu betra!

Við þreytumst seint á því að tala um litlu hlutina sem skipta máli í...

Þessi 11 atriði geta algjörlega gert gæfumuninn í sambandi þínu

Maður getur alltaf bætt sig og þegið góð ráð þegar kemur að...

Þetta ættirðu ekki að borða áður en þú drekkur vín

Ef þú ert á leiðinni út að skemmta þér og ætlar að hafa vín um...

Þetta er það versta sem þú getur gert fyrir hár þitt

Umhirða hársins getur verið vandmeðfarin og sumt, og jafnvel margt, sem...

Þannig geturðu orðið 100 ára – Leyndarmálið á bak við langlífi

Eiga þeir sem lifa lengi eitthvað eitt sameiginlegt? Og hver er galdurinn...

Níu snilldar eldhúsráð sem þú ættir að kunna

Það er ekkert leyndarmál að við elskum að læra ný eldhúsráð og...

Þetta er það sem einkennir þá sem eru farsælir í lífinu

Hugsanir okkar hafa gífurleg áhrif á það hvernig okkur vegnar í...

Frábær trix sem láta kökumix bragðast eins og heimatilbúnar kökur

Hverjum finnst ekki þægilegt og einfalt að grípa í pakka af tilbúnu...

Frábær uppskrift að ofnbökuðu blómkáli – Nú geta allir borðað blómkál

Einhverra hluta vegna hefur mér aldrei þótt blómkál neitt sérstaklega...

Ótrúlega einföld og fullkomin leið til að skera lauk, tómata og fleira

Hver hefur ekki stundum lent í vandræðum með að skera lauk? Laukurinn...

Einstaklega fljótlegur og góður fiskur í kókoskarrý

Þessi fiskur er alveg frábær réttur á virkum dögum – enda er...

Einfaldasti grjónagrautur í heimi – Ofnbakaður og góður

Grjónagrautur er uppáhald margra, og þá sérstaklega krakka og unglinga....

Brakandi stökkur ofnbakaður hafragrautur með bláberjum og bönunum

Vantar þig góða og einfalda uppskrift að hollum morgunverði? Hér er...

Rosalega góð og fjölskylduvæn mexíkósk kjötsúpa

Það er fátt betra á köldum og dimmum vetrardögum en heit og góð...

Hrærð egg á þrjá vegu – Á enskan, franskan og amerískan máta

Hrærð egg eru algjörlega ómissandi í dögurðinn, eða „brunch“...

Þetta eru tuttugu rómantískustu bíómyndir allra tíma

Hvað er meira kósý en að kúra uppi í sófa þegar kalt er úti og...

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta og maður er í letistuði er...

Þetta eru eftirminnilegustu kossar allra tíma

Kossar í bíómyndum verða gjarnan eftirminnilegir – og oft eru...

Jólalög og ljúfir tónar á Þorláksmessu í Hörpu – Frítt inn og allir velkomnir

  Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu...

Mahler og Mussorgsky á Óperudögum í Hannesarholti

  Þau Aron Axel Cortes barítónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir...

Skelltu þér á ókeypis tónleika Óperunnar í Hörpu – Notalegt í hádeginu

Íslenska óperan býður upp á í vetur, eins og undanfarna vetur,...

Svona hefurðu aldrei heyrt lagið Jolene áður… frábær A capella flutningur

Dolly Parton er afskaplega hæfileikarík og þá ekki eingöngu sem...

Gætir þú lifað án tónlistar?

Hvernig væri tilveran án tónlistar? Tónlist er stór hluti af menningu...

85 ára afi stelur senunni í brúðkaupi í hlutverki blómastúlku

Þetta myndband bræðir mann alveg. En þessi 85 ára afi stal senunni í...

Þessi litla ódýra jólaauglýsing hefur gjörsamlega brætt netheima

Það á oftar en ekki við að minna er meira og það sannar þessi litla...

Dáleiddu salinn og dómarana með töfrandi hreyfingum – Alveg magnað

Þessi hópur stúlkna frá Líbanon, 31 talsins, eru keppendur í nýjustu...

Stóð uppi sem sigurvegari 89 ára gamall – Aldrei of seint að láta draumana rætast

Við höfum lengi talað fyrir því að maður er aldrei, nei ALDREI, of...

65 ára gamall leikari fær magnaða yfirhalningu

Hann er 65 ára gamall leikari í New York og hafði ekki farið í...

Tólf ára sem dreymir um að syngja á Broadway fær gullna hnappinn og grætir dómarana

Hann er 12 ára gamall og dreymir um að verða Broadway stjarna – og...

Þetta er sko enginn venjulegur kór – Enda fengu þau gullna hnappinn

Krakkarnir í Detroit Youth Choir mætti ásamt stjórnanda sínum í prufur...

Hann stoppar þessa 12 ára stelpu og lætur hana syngja aftur – Og hún neglir það!

Hún er 12 ára gömul og mætti á dögunum í prufur í stærstu...