Skotheld ráð til að léttast eftir fertugt – Og engin megrun

Með aldrinum og eftir mikla notkun í gegnum tíðina verða liðir og vöðvar líkamans ekki jafn samvinnufúsir og áður.

Við þetta bætist að með hærri aldri er eðlilegt að það hægist á brennslunni – en við hvern og einn áratug sem bætist við er talið að við brennum að meðaltali einu til tveimur prósentum færri hitaeiningum en áður.

Ástæða þess er sú að eftir því sem árunum fjölgar þá minnkar vöðvamassi líkamans. Sem leiðir til þess að við förum að fitna og talan á vigtinni fer upp. Og ef við gætum ekki að okkur geta aukakílóin læðst hratt aftan að okkur og hrúgast upp.

En góðu fréttirnar eru þær að það má bregðast við þessu og gæta þess að ekki of mikið tapist af vöðvamassa líkamans – og ef það gerist, eða hefur nú þegar gerst, þá má byggja vöðvamassann upp aftur.

Hér eru nokkur trix sem hjálpa þér að losna við kílóin

Gættu að hormónunum

Með aldrinum fer hormónastarfsemi líkamans úr skorðum og margt breytist. Konur fara í gegnum breytingaskeið og það á einnig við karla – en margir þeirra fara einnig í gegnum sitt breytingaskeið.

Mikilvægt er að vera vakandi fyrir þessu því þetta er einmitt tímabilið þar sem líkaminn byrjar að safna fitu. Testósterón er það hormón sem mestu skiptir í þessu málum. Þegar nóg er af því í líkamanum er auðveldara að halda sér grönnum og/eða að grennast.

Leiðir til að auka testósterón felast m.a. í því að byggja upp vöðva líkamans og borða ostrur, lax, lárperur, hnetur og fræ, kalkún, egg og spergil.

Lyftu lóðum fyrir vöðvana

Um fimmtugt er vöðvamassi líkamans 20 prósentum minni en hann var þrjátíu árum áður. Og með minni vöðvamassa hægir á brennslunni.

En góðu fréttirnar eru þær að úr þessu má bæta. Með því að byrja að lyfta lóðum og með góðu æfingakerfi má snúa dæminu við. Æfingar með lóðum auka vöðvamassa líkamans og með auknum vöðvamassa brennir líkaminn meiri hitaeiningum og eykur líkurnar á því að grennast.

Málið er að fita brennir nefnilega ekki hitaeiningum.

Breyttu fæðuvalinu

Það er mikilvægt að hafa það í huga að með aldrinum þarftu að breyta því hvernig þú borðar og hvað þú borðar. Þú þarft á fleiri næringarefnum að halda en færri hitaeiningum. Svo þú getur gleymt því að leyfa þér að innbyrða tómar hitaeiningar sem gera ekkert annað fyrir þig en að setjast utan á þig. Þótt þú hafir komist upp með það áður fyrr þá er það nú liðin tíð.

Nú skiptir öllu máli að fá næringarríka fæðu eins og grænmeti, ávexti og magurt kjöt.

Gættu að stressinu

Með aldrinum eykst streita gjarnan hjá fólki og þeir sem eru um fimmtugt hafa flestir mikið á sinni könnu. En alls ekki láta stressið taka völdin – því eins ótrúlegt og það hljómar að þá er streitan fitandi.

Þegar fólk er stressað borðar það oft meira eða óhollara og sleppir því að hreyfa sig eða mæta í ræktina. Stressið er því fljótt að hækka töluna á vigtinni.

Finndu tíma til að slaka á – og gefðu þér tíma til að stunda einhverja hreyfingu í hvaða formi sem það er.

Farðu varlega – en samt ekki of varlega

Margir finna fyrir líkamlegum óþægindum með hærri aldri og erfiðara getur verið að hreyfa sig. Ekki ganga of nærri þér en ekki heldur sleppa því að hreyfa þig því þá geturðu gert ástandið enn verra.

Skynsamlegt er að einbeita sér að æfingum sem reyna ekki of mikið á liðina. Góð ganga stendur t.d. alltaf fyrir sínu og það sama á við sundið. Þá gæti hjólatúr líka verið málið ef liðirnir eru erfiðir og ekki má gleyma að jóga mýkir og teygir á líkamanum.

Ekki samt fara of varlega því það skiptir líka miklu máli að ögra sjálfum sér aðeins til að sjá árangur.

Ef þú treystir þér ekki til að byrja að æfa og stunda reglulega hreyfingu gæti verið sniðugt að tala við sjúkraþjálfara og fá hann til að koma þér af stað með réttum æfingum.

Deildu þessari grein á
  • Nýtt
  • Heilsa og útlit
  • Lífið og lífsstíll
  • Matur og drykkur
  • Menning
  • Myndbönd

Notaðu þessa eiturefnalausu blöndu til að þrífa baðkarið og sturtuna fyrir jólin

Ekki vilja allir kaupa efni út úr búð til að þrífa heima hjá sér....

Þessar ávaxtategundir draga úr hrukkum og bæta ástand húðarinnar

Það sem við borðum getur haft mikil áhrif á útlit og ástand...

Vissir þú að þakklæti getur bætt líf þitt til mikilla muna? – Hér er hvers vegna

Þakklæti er nokkuð sem við ættum öll að temja okkur. Ekki bara annað...

Gjörsamlega geggjaðar súkkulaðibitakökur – Þessar eru æði

Ef þið ætlið bara að baka eina sort af kökum fyrir jólin þá er svo...

Einn algengasti „sjúkdómur“ nútímans – Sem við áttum okkur ekki á

Þetta er án efa einn algengasti sjúkdómur í dag, hvort sem okkur líkar...

Þú getur ekki treyst á að aðrir færi þér hamingjuna – Elskaðu sjálfa/n þig

Þykir þér vænt um sjálfa/n þig? Og elskar þú þig sjálfa/n nógu...

Er það virkilega allra meina bót að stunda kynlíf?

Getur það verið að með því að stunda kynlíf reglulega megi bæði...

Förðunarmistök sem þú ættir að forðast því þau geta gert þig 10 árum eldri

Þegar við eldumst er augljóst mál að húð okkar breytist og því...

Þessar ávaxtategundir draga úr hrukkum og bæta ástand húðarinnar

Það sem við borðum getur haft mikil áhrif á útlit og ástand...

Er það virkilega allra meina bót að stunda kynlíf?

Getur það verið að með því að stunda kynlíf reglulega megi bæði...

Förðunarmistök sem þú ættir að forðast því þau geta gert þig 10 árum eldri

Þegar við eldumst er augljóst mál að húð okkar breytist og því...

Náttúrulegt andlitsvatn sem Hollywoodstjörnur nota – Algjört undrameðal

Það þarf ekki alltaf að vera flókið og dýrt að hugsa vel um...

Kaffidrykkja getur bókstaflega haldið í þér lífinu – og lengt líf þitt

Margir hafa áhyggjur af því að þeir drekki of mikið kaffi yfir daginn...

Er mikið stress í þínu lífi? – Hér eru sex einfaldar leiðir til að höndla það

Streita er mikil í okkar nútímasamfélagi og ansi margir lifa við...

Borðaðu þessar 7 fæðutegundir fyrir ljómandi húð og unglegt útlit

Við hér á Íslandi þurfum að huga vel að húðinni yfir...

Ekki láta flensuna ná þér – Notaðu þessar fyrirbyggjandi aðferðir

Flensa herjar á marga bæði á haustin sem yfir veturinn og nú er...

Notaðu þessa eiturefnalausu blöndu til að þrífa baðkarið og sturtuna fyrir jólin

Ekki vilja allir kaupa efni út úr búð til að þrífa heima hjá sér....

Vissir þú að þakklæti getur bætt líf þitt til mikilla muna? – Hér er hvers vegna

Þakklæti er nokkuð sem við ættum öll að temja okkur. Ekki bara annað...

Einn algengasti „sjúkdómur“ nútímans – Sem við áttum okkur ekki á

Þetta er án efa einn algengasti sjúkdómur í dag, hvort sem okkur líkar...

Þú getur ekki treyst á að aðrir færi þér hamingjuna – Elskaðu sjálfa/n þig

Þykir þér vænt um sjálfa/n þig? Og elskar þú þig sjálfa/n nógu...

Skotheld ráð til að léttast eftir fertugt – Og engin megrun

Með aldrinum og eftir mikla notkun í gegnum tíðina verða liðir og...

Lætur þú töluna á afmæliskortinu þínu skilgreina þig?

Ekki láta töluna á afmæliskortinu þínu skilgreina þig. Þetta er bara...

Kaffi getur hjálpað þér við þyngdartap – Og þá bara venjulegt svart kaffi

Nú geta allir kaffiunnendur glaðst því í nýlegri erlendri bók er...

Varð 107 ára gamall og drakk eingöngu rauðvín – og ekkert annað

Spánverjar eru ein þeirra þjóða sem lifa hvað lengst og er talið að...

Gjörsamlega geggjaðar súkkulaðibitakökur – Þessar eru æði

Ef þið ætlið bara að baka eina sort af kökum fyrir jólin þá er svo...

Klassískar amerískar súkkulaðibitakökur – með fullt af súkkulaði

Við erum farin að hlakka til jólaundirbúnings og erum byrjuð að baka...

Æðislegar heimagerðar ostastangir sem einfalt er að útbúa

Ef þér finnst ostur góður þá er þetta eitthvað fyrir þig. Og þetta...

Holl og góð hafrastykki fyrir alla fjölskylduna

Það er svo gott að eiga almennilegt snarl fyrir fjölskylduna til að...

Dásamleg hafra og karamellu eplabaka – vegan og glútenfrí

Þetta er alveg dásamlegur haustréttur – bökuð epli með höfrum...

Æðislegir parmesan kartöflustaflar sem gaman er að bera fram

Uppskriftir og aðferðir þar sem kartöflur koma við sögu eru líklega...

Þessi stórgóði túrmerik sódavatns drykkur gerir undur fyrir þig

Þegar þú ert slöpp/slappur, alveg orkulaus og ert bara ekki eins og þú...

Dásemdar gulrótarkaka í rúllutertuformi

Gulrótarkaka er ein uppáhalds kakan mín og líklega sú kaka sem ég...

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta og maður er í letistuði er...

Þetta eru eftirminnilegustu kossar allra tíma

Kossar í bíómyndum verða gjarnan eftirminnilegir – og oft eru...

Jólalög og ljúfir tónar á Þorláksmessu í Hörpu – Frítt inn og allir velkomnir

  Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu...

Mahler og Mussorgsky á Óperudögum í Hannesarholti

  Þau Aron Axel Cortes barítónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir...

Skelltu þér á ókeypis tónleika Óperunnar í Hörpu – Notalegt í hádeginu

Íslenska óperan býður upp á í vetur, eins og undanfarna vetur,...

Svona hefurðu aldrei heyrt lagið Jolene áður… frábær A capella flutningur

Dolly Parton er afskaplega hæfileikarík og þá ekki eingöngu sem...

Gætir þú lifað án tónlistar?

Hvernig væri tilveran án tónlistar? Tónlist er stór hluti af menningu...

Vissir þú að það er leyniíbúð uppi í Eiffel-turninum?

Vissir þú að það er lítil íbúð uppi í Eiffel-turninum? Þessa...

Dáleiddu salinn og dómarana með töfrandi hreyfingum – Alveg magnað

Þessi hópur stúlkna frá Líbanon, 31 talsins, eru keppendur í nýjustu...

Stóð uppi sem sigurvegari 89 ára gamall – Aldrei of seint að láta draumana rætast

Við höfum lengi talað fyrir því að maður er aldrei, nei ALDREI, of...

65 ára gamall leikari fær magnaða yfirhalningu

Hann er 65 ára gamall leikari í New York og hafði ekki farið í...

Tólf ára sem dreymir um að syngja á Broadway fær gullna hnappinn og grætir dómarana

Hann er 12 ára gamall og dreymir um að verða Broadway stjarna – og...

Þetta er sko enginn venjulegur kór – Enda fengu þau gullna hnappinn

Krakkarnir í Detroit Youth Choir mætti ásamt stjórnanda sínum í prufur...

Hann stoppar þessa 12 ára stelpu og lætur hana syngja aftur – Og hún neglir það!

Hún er 12 ára gömul og mætti á dögunum í prufur í stærstu...

Ellefu ára fiðluleikari er lifði af krabbamein fær gullna hnappinn frá Simon Cowell

Hann vildi ekki vera þekktur sem strákurinn með krabbameinið og ákvað...

Ótrúleg viðbrögð dýranna í skóginum við spegli

Franskur ljósmyndari kom spegli fyrir í skógum Afríku til að ná myndum...